Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

20% Páskatilboð

Vekjum upp þreyttu vetrarhúðina með hinu fullkomna páskatilboði!

Nýta tilboð
• Vinnur burt tattoo
• Byggir á háþróaðri lasertækni
• Hentar öllum húðgerðum

Tattooeyðing

Svæði: Andlit • líkami

Framkvæmd með háþróaðri lasertækni | Brýtur niður ólíka litatóna tattoos | Örugg meðferð sem hentar öllum húðgerðum

• Vinnur í burt tattoo
• Byggir á háþróaðri lasertækni
• Hentar öllum húðgerðum

Hvað er Tattooeyðing?

Tattooeyðing er háþróuð lasermeðferð þar sem mismunandi bylgjulengdir eru notaðar til að brjóta niður ólíka litatóna tattoos. Lasergeisla er beint á tattoo þar sem hann brýtur niður blekagnir tattoosins án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Með hjálp hvítra blóðkorna losar sogæðakerfið líkamann svo við blekagnirnar, sem gerir það að verkum að tattoo dofnar smám saman.

Meðferðin er örugg og hentar öllum aldurshópum og húðgerðum. Líkt og á við um allar meðferðir þar sem ysta lag húðar er skaddað þarf þó að gæta sérlega vel að hreinlæti og passa að ekki rifni ofan af hrúðri til að forðast sýkingar og öramyndun.

Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir og eftir Tattooeyðingu

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í 6-10 skipti til að ná góðum árangri. Það er þó breytilegt eftir stærð og staðsetningu tattoos, lit sem notaður var í tattoo, og dýpt á lit niður í undirlag húðar.

Sé um lítið eða meðalstórt tattoo að ræða skulu a.m.k. 4-6 vikur líða á milli meðferða, en sé um stórt tattoo að ræða skulu að lágmarki 6-8 vikur líða á milli meðferða.

Fyrir meðferð: Til að draga úr sársauka á meðan á meðferð stendur má bera deyfikrem á meðferðarsvæði um klukkustund fyrir meðferð.

Eftir meðferð: Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað frá 1-2 dögum og allt upp í viku. Einnig geta í sumum tilvikum myndast blöðrur, sár og hrúður á húð, sem eru eðlileg viðbrögð húðarinnar við meðferðinni, en mikilvægt er að leyfa hrúðri að gróa að fullu til að ná hámarksárangri meðferðar.

Bera þarf græðandi krem á svæðið fyrstu dagana eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu. Forðast skal sól eins og hægt er í a.m.k. viku eftir meðferð og nota sterka sólarvörn (að lágmarki SPF 30). Einnig skal sleppa líkamsrækt og sundi í 1-7 daga, breytilegt eftir meðferðarformi.

Árangur

Tattooeyðing | Húðflúrseyðing
Lasermeðferð er byltingarkennd meðferð til að vinna í burt tattoo og litabreytingar í húð eftir tattoo.
Kaupa meðferð
Einnig er hægt að bóka
tíma í síma
533-1320

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Hringdu í okkur í síma 5331320

Bóka tíma