Hrukkur og línur

Húðfegrun býður upp á breitt úrval meðferða sem ætlað er að milda og/eða fylla algjörlega upp í hrukkur og línur. Meðferðirnar henta öllum húðgerðum og aldri.

Augnlyfting

Þéttir slappa húð á augnsvæði.

Augnlyfting er húðmeðferð sniðin til að lyfta augnlokum sem farin eru að síga. Meðferðina má einnig framkvæma til að þétta slappa húð undir augum og grynnka hrukkur og fínar línur á augnsvæði.

Laserlyfting

Náttúruleg andlits- og hálslyfting

Meðferðin styrkir  húðina, grynnkar hrukkur og þéttir slappa húð á andliti, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt.
Árangur

Gelísprautun

Grynnkar hrukkur og mótar andlitsdrætti

Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum frá Neauvia Organic. Neauvia er hreint kristalsgel sem inniheldur fjölsykrusýrur sem er að finna í öllum vefjum líkamans.
Árangur