Ávaxtasýrumeðferð er örugg og áhrifarík meðferð sem bætir áferð húðarinnar, þéttir hana og styrkir og jafnar húðtón. Einnig dregur hún úr hrukkum og fínum línum, nærir húðina og gefur henni bjartara yfirbragð.

Ávaxtasýrur auðgaðar með vaxtarþáttum hjálpa húðinni að endurnýja sig

Meðferðin er framkvæmd með ávaxtasýrum og öðrum virkum innihaldsefnum frá Neauvia Organic. Um er að ræða sérlega hreina og virka vörulínu sem einungis er ætluð til notkunar á húðmeðferðastofum.

Það sem gerir ávaxtasýrumeðferðina frá Neauvia Organic einstaka er blanda þeirra efna sem notuð er. Ávaxtasýrur auðgaðar með vaxtarþáttum hjálpa húðinni að losa dauðar húðfrumur af yfirborði sínu. Blanda virkra innihaldsefna er svo borin á húðina í þeim tilgangi að gefa henni raka og hraða endurnýjunarferli hennar.

Hægt er að aðlaga meðferðina að mismunandi þörfum og húðvandamálum og er hægt að velja ólíkar samsetningar sýra og virkra innihaldsefna eftir því hver tilgangur meðferðarinnar er. Til að mynda er hægt að vinna til baka og hægja á öldrun húðar, vinna á litabreytingum, bólum og of mikilli olíuframleiðslu húðar. Einnig er hægt að næra og fríska upp á þurra og líflausa húð og flýta bataferli eftir aðrar húðmeðferðir. Meðferðin hentar öllum húðgerðum þar sem hægt að aðlaga hana að viðkvæmri húð.

Meðferðina má aðlaga að mismunandi húðvandamálum

Fjöldi meðferða: Stök meðferð frískar upp á húðina og örvar starfsemi hennar en til að ná sem bestum árangri er mælt með því að teknar séu 4-6 meðferðir með 2-4 vikna millibili, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð. Með hverri meðferð næst betri og betri árangur, þar sem hægt er að fínstilla samsetningu efna betur og betur með tilliti til þarfa viðskiptavinar.

Eftir að meðferð er framkvæmd getur borið á roða og jafnvel bólgu í húð sem getur varað frá 2-3 dögum og allt upp í viku, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð. Í sumum tilfellum getur borið á þurrki í húð og hún flagnað eftir meðferð, en það eru eðlileg viðbrögð húðarinnar við meðferðinni.

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í 1-7 daga, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð.
  • Sleppa líkamsrækt í 1-7 daga, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.
Einnig er hægt að bóka tíma í síma
533-1320