Nýja háreyðingarlasertækið okkar er frá Alma Lasers, einum fremsta framleiðanda heims á sviði lasertækni. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það sem tækið hefur fram yfir önnur háreyðingarlasertæki er að það byggir á þríþættri diodri tækni þar sem þrjár áhrifaríkustu bylgjulengdir sem þróaðar hafa verið eru sameinaðar í eitt handstykki. Þessi hátækniháreyðing nemur vaxtarfasa hársins á þremur mismunandi vaxtarstigum sem gerir það að verkum að einstaklingar þurfa færri meðferðir til að losna varanlega við hárvöxt.

Hvaða kosti hefur háreyðingarlaserinn hjá okkur umfram önnur lasertæki?

  • Auðveldara er að losna við ljósari og fíngerðari hár.
  • Hægt er að losna við hár á milli augabrúna og í kringum augabrúnir.
  • Hægt er að losna við hár inni í eyrum og nefi.
  • Meðferðartími í varanlegri háreyðingu er styttri.
  • Meðferðarskiptum getur fækkað.

Háreyðing er lasermeðferð sem framkvæmd er í þeim tilgangi að fjarlægja óæskilegan hárvöxt á andliti / líkama. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasertækið hitar hársekkinn upp og eyðir honum án þess að skemma nærliggjandi vefi. Mikil framþróun hefur átt sér stað undanfarin ár í tækni til varanlegrar háreyðingar og er nýjasta lasermeðferðin hjá okkur með innbyggðu kælitæki sem gerir það að verkum að viðkomandi finnur hvorki fyrir hita né sársauka.

Hægir á hárvexti

Mælt er með því að bera græðandi krem (t.d. Aloe vera) á svæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð ásamt því að forðast sól í viku. Eftir 2-3 daga má raka/klippa hárin á meðferðarsvæðinu. Mikilvægt er að vaxa/plokka ekki svæðið á milli meðferða því það getur dregið úr árangri meðferðar. Raka þarf meðferðarsvæðið fyrir meðferð þar sem hárin þurfa að vera styttri en 0,2 mm þegar meðferð er framkvæmd.

Hluti háranna fer strax eftir fyrstu meðferð og kemur aldrei aftur. Hárin detta af á 7-12 dögum. Meðferðin hægir jafnframt á hárvexti þeirra hára sem eftir verða.

Fjöldi meðferða ræðst m.a. af umfangi hárvaxtar, gróf- og þéttleika hársins og háralit. Algengt er að það þurfi að lágmarki 6-10 meðferðir til að sjá góðan árangur, en það er háð lit háranna og því meðferðarsvæði sem um er að ræða. Að lágmarki þurfa að líða 6 vikur á milli meðferða.

Að meðferð lokinni er algengt að hiti og roði séu til staðar í húð á meðferðarsvæði samdægurs.

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Raka ekki svæðið í 2-3 daga (mikilvægt er að vaxa/plokka ekki svæðið á milli meðferða)
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í 1-2 daga.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.
Einnig er hægt að bóka tíma í síma
533-1320