Sigin augnlok og slöpp húð á augnsvæði getur verið hvimleitt vandamál sem margir leita lausna við. Hrukkumyndun á augnsvæði er einnig mjög mismunandi hjá fólki og á það við óháð kyni og aldri.
Mælt er með að komið sé 1-4 sinnum í Augnlyftingu til að ná sem bestum árangri. Gera má ráð fyrir að það taki um mánuð að sjá endanlegan árangur af hverri meðferð.
Augnlyfting er ný, byltingarkennd meðferð á Íslandi og er Húðfegrun fyrsta og eina stofan á landinu sem býður upp á þessa frábæru, tvíþættu RF Plasma tækni.
„Ég fór í Augnlyftingu af því húðin á augnlokunum var farin að festast við augnhárin þegar ég setti á mig maskara. Strax eftir fyrstu meðferðina sá ég þvílíkan mun. Augun opnuðust meira og augnhárin klesstust ekki lengur við augnlokin þegar ég setti á mig maskara. Ég fór í aðra meðferð til að ná enn betri árangri og til að fyrirbyggja slappa húð í bráð. Árangurinn er ótrúlegur og ég gæti ekki verið ánægðari með þessa meðferð. Ég mun svo fara í þessa meðferð 1-2 ára fresti til að halda húðinni á augnsvæðinu góðri."