Hvað er Laser Peeling?

Laser Peeling er ein öflugasta meðferðin á markaðnum til að bæta áferð á ysta lagi húðarinnar og til að draga úr djúpum og grunnum línum.

✓ Gerir ysta lag húðarinnar fallegra

Um er að ræða öflugt "peeling" á ysta lagi húðarinnar sem hjálpar því að endurnýja sig. Meðferðin vinnur einnig djúpt niður í undirlag húðarinnar.

„Nokkrum dögum eftir meðferð sá ég strax mikinn mun á húðinni. Áferð hennar gjörbreyttist, húðliturinn varð jafnari, húðin virkaði unglegri og varð mikið þéttari, sérstaklega hálsinn, sem var orðinn gríðarlega slappur. Þetta sá ég strax eftir fyrstu meðferð.“

Bryndís, framkvæmdastjóri Húðfegrunar, segir Laser Peeling henta mjög vel þeim sem vilja skarta fallegri húð án farða.

✓ Eykur kollagenframleiðslu

„Ég fann aðeins hita í húðinni á meðan á meðferðinni stóð. Strax eftir meðferð fann ég að eitthvað var að gerast í undirlagi húðarinnar. Að meðferð lokinni fann ég fyrir smá sviða og svo tilfinningu eins og húðin væri að dragast saman.“

Bókaðu ráðgjöf

Fáðu ráðleggingu hjá hjúkrunarfræðingi
varðandi hvaða meðferð hentar þér best!
Húðfegrun hjálpar þér að ná betri húðheilsu með öruggum, náttúrulegum
og vísindalega rannsökuðum meðferðum.  

Þitt útlit. Okkar þekking.