Laserlyfting tekur einungis 20-60 mínútur (fer eftir stærð meðferðarsvæðis). Mælt er með því að koma að minnsta kosti fjórum sinnum í Laserlyftingu með fjögurra vikna millibili.
Meðferðin styrkir húðina, grynnkar hrukkur og þéttir slappa húð á andliti, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt.
Áhrifa Laserlyftingar gætir í dýpstu lögum húðarinnar þar sem meðferðin gengur út á að byggja upp undirlag húðarinnar og örva myndun kollagens í húðinni.
,,Laserlyfting kom mér svo ótrúlega á óvart! Mér fannst húðin á kjálkum og kinnum vera farin að missa fyllingu eftir mína aðra meðgöngu og sá að það stefndi í ótímabær öldrunarmerki einmitt vegna þess hversu mikið ég þyngdist á meðgöngu og grenntist svo aftur að henni lokinni. Eftir aðeins eitt skipti í Laserlyftingu finnst mér ég sjá svo mikinn mun að það er ótrúlegt! Spékopparnir eru orðnir sýnilegir aftur í stað óljósra lína!”