Lasermeðferð á háræðaslitum er framúrskarandi meðferð sem vinnur vel á grunnum og djúpum háræðaslitum á andliti, bringu og fótum. Lasermeðferð við rósroða vinnur vel á rósroða og rauðum blettum.

Meðferð byggð á nýjustu tækni

Lasermeðferð á háræðaslitum er framúrskarandi meðferð sem vinnur vel á grunnum og djúpum háræðaslitum á andliti, bringu og fótum. Lasermeðferð við rósroða vinnur vel á rósroða og rauðum blettum. Meðferðirnar eru framkvæmdar með þeim hætti að lasergeislinn hitar æðina sem verið er að meðhöndla án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið minnka háræðaslitin eða rósroðinn smám saman.

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í 4-6 skipti fyrir æðar í andliti og að lágmarki í 6 skipti fyrir æðar á fótum til að ná góðum árangri. Áætla má að framkvæma þurfi meðferð á rósroða í 6-10 skipti. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað frá 1-2 dögum og allt upp í viku, fer eftir meðferðarsvæði.

Einnig er eðlilegt að í sumum tilfellum myndist hrúður, sár og blöðrur, en mikilvægt er að láta hrúður gróa að fullu til að ná hámarksárangri meðferðar. Mælt er með því að bera græðandi krem á meðferðarsvæði að meðferð lokinni og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu. Einnig er mælt með því að nota stuðningsbuxur í a.m.k. viku eftir meðferð sé um háræðaslitameðferð á fótum að ræða.


Til að ná sem bestum árangri eftir meðferð á háræðasliti á fótum er mælt með að:

  • Klæðast sokkum/sokkabuxum með góðum stuðningi í viku eftir meðferð.
  • Forðast að standa eða sitja lengi.
  • Ekki láta fætur hanga sé þess kostur.
  • Forðast að krossleggja fætur.
  • Forðast áreynslu fyrstu 3 daga eftir meðferð.

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í 1-2 daga, breytilegt eftir meðferðarformi.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.
Einnig er hægt að bóka tíma í síma
533-1320