Hvað er háræðaslit og rósroði?
Rósroði (e. rosacea) er húðsjúkdómur sem birtist í andliti og kemur yfirleitt ekki fram fyrr en eftir þrítugt.
Fyrstu einkenni rósroða eru roði í andliti sem kemur fram á höku, kinnum, nefi eða enni enn til þess að byrja með kemur hann og fer. Ef ekkert er að gert til þess að halda rósroðanum í skefjum getur hann orðið varanlegri og einkenni orðið meiri þannig að háræðar geta orðið sýnilegri, rauðir blettir og bólur gera vart við sig, nef orðið rautt og bólgið sem og augun vökvakennd og blóðhlaupin.
Háræðaslit eru útvíkkaðar háræðar í húðinni og birtast þær gjarnan um og upp úr miðjum aldri, sérstaklega í andliti og á fótleggjum. Orsakir háræðaslita geta verið ýmsar enn má þar nefna t.d aldur, erfðaþættir, offita, hormónabreytingar tengdar meðgöngu, kynþroska eða tíðahvörfum, notkun pillunar, saga um blóðtappa eða þrýstingur á kviðarhol. Háræðaslit eru einnig algengari hjá þeim sem starfa í störfum sem krefjast þess að staðið sé stóran hluta úr degi og einnig hjá þeim sem eru með rósroða.
Húðfegrun býður upp á öflugar laser meðferðir sem vinna á rósroða, rauðum blettum og háræðaslitum, djúpum sem grunnum bæði í andliti og á fótleggjum.