Við búum yfir 24 ára reynslu í húðmeðferðum.
• Vinnur á djúpum háræðaslitum
• Vinnur vel á rósroða og rauðum blettum
• Meðferð sem skilar góðum árangri

Háræðaslit og rósroði

Framúrskarandi Lasermeðferð
Svæði: Andlit • Bringa • Fótleggir

- Framúrskarandi meðferð sem skilar góðum árangri
- Kælitækni sem flýtir bataferli
- Nýjasta tækni frá Alma Lasers
- Vinnur á háræðaslitum, rósroða og rauðum blettum

• Vinnur á háræðaslitum
• Vinnur á rósroða
• Vinnur á rauðum blettum

Hvað er háræðaslit og rósroði?

Rósroði (e. rosacea) er húðsjúkdómur sem birtist í andliti og kemur yfirleitt ekki fram fyrr en eftir þrítugt. 

Fyrstu einkenni rósroða eru roði í andliti sem kemur fram á höku, kinnum, nefi eða enni enn til þess að byrja með kemur hann og fer. Ef ekkert er að gert til þess að halda rósroðanum í skefjum getur hann orðið varanlegri og einkenni orðið meiri þannig að háræðar geta orðið sýnilegri, rauðir blettir og bólur gera vart við sig, nef orðið rautt og bólgið sem og augun vökvakennd og blóðhlaupin. 

Háræðaslit eru útvíkkaðar háræðar í húðinni og birtast þær gjarnan um og upp úr miðjum aldri, sérstaklega í andliti og á fótleggjum. Orsakir háræðaslita geta verið ýmsar enn má þar nefna t.d aldur, erfðaþættir, offita, hormónabreytingar tengdar meðgöngu, kynþroska eða tíðahvörfum, notkun pillunar, saga um blóðtappa eða þrýstingur á kviðarhol. Háræðaslit eru einnig algengari hjá þeim sem starfa í störfum sem krefjast þess að staðið sé stóran hluta úr degi og einnig hjá þeim sem eru með rósroða.

Húðfegrun býður upp á öflugar laser meðferðir sem vinna á rósroða, rauðum blettum og háræðaslitum, djúpum sem grunnum bæði í andliti og á fótleggjum.

Meðferð við rósroða

IPL tækni frá Alma Lasers er notuð við framkvæmd á meðferð við rósroða. Ljósgeislinn nemur hemoglobin í blóðinu sem gerir það að verkum að blóð storknar og æð fellur saman án þess að nokkurra áhrifa gæti á ysta lag húðarinnar.

Því miður er ekki til lækning við rósroða en lasermeðferð getur hægt verulega á sjúkdómnum, haldið einkennum hans verulega niðri.  Algengt er að framkvæma þurfi meðferð 6-10 sinnum með 4 vikna millibili á meðan verið er að ná einkennum niður og ná þannig sem bestum árangri. 

Það eru ýmsir þættir sem geta valdið því að rósroði versni og má þar nefna ákveðnar húðvörur, hársprey, sólarljós, hiti, stress, áfengi og sterkur matur. Mælt er með að koma strax aftur í meðferð ef einkenni gera vart við sig á ný.

Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað við að halda rósroða í skefjum:

  • Nota sterka sólarvörn sem er fyrir rósroða
  • Drekka nóg af vatni og fá nægan svefn
  • Borða hollan mat og forðast sterkan
  • Ekki nota húðvörur sem innihalda virk efni
  • Nota mild krem sem eru sérstaklega hannaðar við rósroða
  • Ekki skrúbba húðina

Losnaðu við háræðaslit í andliti og á fótleggjum

Háræðaslit geta bæði komið fram í andliti og á fótleggjum og er notast við öfluga lasertækni frá Alma Lasers þegar unnið er á djúpum háræðaslitum. Laserinn nemur hemoglobin í blóðinu sem gerir það að verkum að æðar minnka eða lokast. Laserinn inniheldur kælitækni sem dregur verulega úr sársauka, roða og bólgum eftir meðferð. Algengt er að framkvæma þurfi meðferð 4-6 sinnum í andliti til þess að ná sem bestum árangri en fleiri skipti getur þurft á fótleggjum. Gott er að leyfa 4-8 vikum að líða á milli meðferða.

Losnaðu við grunn háræðaslit í andliti

Æðaslit í andliti geta verið fínleg og grunn og er því notast við IPL tæki frá Alma Lasers þegar unnið er á þeim þar sem sú tækni vinnur grynnra. Ljósgeislinn nemur hemoglobin í blóðinu sem gerir það að verkum að blóð storknar og æð fellur saman án þess að nokkurra áhrifa gæti á ysta lag húðarinnar. Það getur dugað að koma í staka meðferð á mjög lítið svæði en algengt er að þurfi 4-6 skipti með 4 vikna millibili til að sjá góðan árangur.

Almennar upplýsingar til að hafa í huga eftir meðferð við háræðaslitum og rósroða

Fjöldi meðferða:  Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í 4-6 skipti fyrir háræðar í andliti og að lágmarki í 6 skipti fyrir háræðar á fótleggjum til að ná hámarksárangri. Algengt er að framkvæma þurfi meðferð við rósroða í 6-10 skipti til þess að ná rósroðanum niður. Líða þarf amk 4-8 vikur á milli meðferða en fer það eftir styrk meðferðar og meðferðarsvæði.

Eftir meðferð: Eftir að meðferð er framkvæmd getur myndast roði og bólga á meðferðarsvæði sem getur varað frá 1-2 dögum og allt upp í viku en fer það fer eftir meðferðarsvæði.

Hrúður, sár og blöðrur geta einnig myndast eftir meðferð og er mikilvægt að leyfa hrúðri gróa að fullu til þess að ná hámarks árangri meðferðar. Bera skal græðandi krem á meðferðarsvæði tvisvar á dag í a.m.k. viku eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu. Mikilvægt er að nota sterka sólarvörn í a.m.k. viku eftir meðferð og forðast sól eins og hægt er. Mælt er með að sleppa líkamsrækt samdægurs og sundi í 1-2 daga eftir meðferð.

Til þess að ná sem bestum árangri eftir meðferð við háræðaslitum á fótum er mælt með að klæðast sokkum/sokkabuxum með góðum stuðningi í viku eftir meðferð, forðast alla áreynslu í 3 daga eftir meðferð og passa upp á að standa eða sitja ekki of lengi í einu. Einnig er mikilvægt að láta fætur ekki hanga né krossleggja þá á meðan meðferðarsvæði er að jafna sig.

Rósroðameðferð samhliða öðrum meðferðum

Lúxus Húðslípun og Ávaxtasýrumeðferð eru báðar árangursríkar húðmeðferðir sem hægt er að aðlaga að rósroðahúð. Mælt er með að taka þær samhliða lasermeðferð við rósroða til þess að ná enn betri og heildstæðri árangri þar sem báðar meðferðirnar hafa þann eiginleika að hafa róandi og bólgueyðandi áhrif á húðina, auk þess að örva starfsemi hennar.

Árangur

Rósroði Meðferð byggð á nýjustu tækni
Hvað er Háræðaslit og rósroði?
Þú getur keypt þína meðferð ívefverslun okkar.
Kaupa meðferð

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Hringdu í okkur í síma 5331320

Bóka tíma