Við búum yfir 24 ára reynslu í húðmeðferðum.
• Vinnur á öllum tegundum öra
• Vinnur á húðslitum
• Byggir á nýjustu tækni

Ör og Húðslit

Svæði: Andlit • Háls • Líkami

- Áhrifarík og örugg meðferð.
- Byggir á tvíþættri radiofrequency microplasma tækni.
- Vinnur á öllum tegundum öra.
- Vinnur á húðslitum.

• Vinnur á öllum tegundum öra
• Vinnur á húðslitum
• Byggir á nýjustu tækni

Hvað er Öra- og Húðslitameðferð?

Meðferð á örum og húðslitum er framkvæmd með afar öflugri radiofrequency microplasma tækni. Microplasma neistarnir skadda ysta lag húðarinnar án þess að valda varanlegum skaða og bæta ásýnd þess. Á sama tíma er radiofrequency bylgjum beint niður í undirlag húðarinnar þar sem þær brjóta niður örvefinn/ónýtu húðina þar sem örið/húðslitið er staðsett og koma af stað viðgerðarferli. Húðin byggir sig hægt og rólega upp að nýju með því að örva endurnýjun vefja og framleiðslu kollagens. Í kjölfar meðferðar jafnast húðlitur, áferð húðarinnar verður sléttari og örið/húðslitið dofnar.

Dragðu úr ásýnd öra

Ör myndast þegar skemmd verður í undirlagi húðar og örvefur sem hefur aðra áferð og eiginleika en óskemmda húðin í kring verður til. Til að græða skemmdina þarf líkaminn að leggja til nýja kollagenþræði sem þó verða aldrei nákvæm eftirmynd fyrri húðar. Hægt er samt sem áður að minnka sjáanleika öra verulega með örameðferðum, oft um 70-80%.

Radiofrequency microplasma örameðferð vinnur á öllum gerðum öra, djúpum og grunnum, innföllnum, upphleyptum og flötum. Líða þurfa að lágmarki 6-12 mánuðir frá því að ör myndast og þar til framkvæma má örameðferð.

Dragðu úr ásýnd húðslita

Húðslit eru rákir sem myndast á yfirborði húðar þegar hún teygist skyndilega og þræðir í undirlagi hennar rifna, t.d. á meðgöngu, vegna vaxtarkipps á kynþroskaskeiði eða hraðrar þyngdaraukningar. Húðslit eru almennt rauð- eða bláleit í fyrstu en verða með tímanum silfurhvít.

Ekki er hægt að koma í veg fyrir húðslit en minnka má líkurnar á að fá þau með ýmsum bætiefnum, líkt og C-vítamíni, E-vítamíni, sinki og kísil.

Ekki er hægt að vinna húðslit algjörlega í burt en með radiofrequency microplasma húðslitameðferð má bæði minnka þau og jafna húðlit verulega svo þau sjáist síður. Líða þurfa að lágmarki 3-6 mánuðir frá því að húðslit myndast og þar til framkvæma má húðslitameðferð.

Betri árangur með ultrasound tækni

Að meðferð lokinni notar Húðfegrun ultrasound tækni sem þróuð hefur verið til að auka árangur enn frekar og flýta bataferli eftir meðferð. Græðandi gel er þá borið á meðferðarsvæði og því þrýst niður í undirlag húðarinnar með notkun ultrasound bylgja. Virk efni gelsins hjálpa gróandaferli húðarinnar og örva frumuendurnýjun.

Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir og eftir Öra- og Húðslitameðferðir

Fjöldi meðferða: Mælt er með a.m.k. 4-6 meðferðum, eftir stærð svæðis og dýpt örs/húðslits. Að lágmarki 2-4 vikur þurfa að líða á milli meðferða, eftir staðsetningu örs/húðslits. Æskilegt er að leyfa 3-4 vikum að líða á milli meðferða sé um ör á andliti að ræða, en sé ör/húðslit staðsett á líkama má framkvæma meðferð á 2-3 vikna fresti.

Eftir meðferð: Eftir að meðferð er framkvæmd getur borið á roða, hita og sviðatilfinningu í allt að 24 klst. eftir meðferð. Eðlilegt er að í sumum tilfellum flagni húðin í kjölfar meðferðar. Algengt er að húð sé búin að jafna sig 1-5 dögum eftir meðferð, eftir dýpt og stærð örs/húðslits. Í sumum tilvikum geta blöðrur, sár og hrúður myndast eftir meðferð og eru það eðlileg viðbrögð húðarinnar við meðferðinni. Afar mikilvægt er að leyfa húð að gróa náttúrulega til að ná hámarksárangri. Mikilvægt er að gæta fyllsta hreinlætis á meðan húð jafnar sig svo ekki sé hætta á sýkingu.

Mælt er með að bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku eftir meðferð.

Forðast skal sól eins og hægt er í a.m.k. viku eftir meðferð og nota sterka sólarvörn (að lágmarki SPF 30). Einnig skal sleppa líkamsrækt samdægurs og sundi í 1-7 daga.

Öra- og Húðslitameðferðir samhliða öðrum meðferðum

Framkvæma má Öra- og Húðslitameðferðir samhliða öðrum húðmeðferðum. Aðrar húðmeðferðir sem geta komið að gagni þegar unnið er á örum eru t.d. Dermapen, sem skilar góðum árangri á bóluörum, og Gelísprautun, sem getur bætt ásýnd innfallinna öra. Leita skal ráðgjafar hjá sérfræðingum Húðfegrunar til að finna þær meðferðasamsetningar sem henta þinni húð best og ákvarða hversu langur tími skuli líða á milli meðferða.

Árangur

Ör og Húðslit Æðaslit meðferð
Ör og Húðslit Áhrifarík og örugg meðferð
Gelísprautun Mótar andlitsdrætti  kjálkalína
Þú getur keypt þína meðferð í vefverslun okkar.
Kaupa meðferð

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Hringdu í okkur í síma 5331320

Bóka tíma