Hvernig virkar Gelísprautun?
Gelísprautun er framkvæmd með náttúrulegu fylliefni frá Nauiva Organic og er vinsæl meðferð til þess að fylla í eða milda hrukkur og línur, gefa andlitinu lyftingu, ýkja andlitsdrætti og jafna hlutföll þess enda skilvirk meðferð sem skilar hröðum og góðum árangri með náttúrulegum hætti án þess að gjörbreyta útliti.
Algengt er að fylliefni sé sett í kinnbein til að gefa andlitinu meiri fyllingu og lyfta neðra andliti. Fylliefni í kjálkalínu getur gefið andlitinu skarpari línur og unglegra yfirbragð en einnig hægt að jafna hlutföll í andliti með Gelísprautun í nef og höku.
Til viðbótar við náttúrulegt fjölsykrugel býður Húðfegrun upp á kollagenörvandi fjölsykrugel og er það hið eina sinnar tegundar á markaðnum. Það inniheldur, auk náttúrulegra fjölsykra, náttúrulegt steinefni sem örvar framleiðslu kollagens og gefur húðinni aukna fyllingu. Við mælum með þessari tegund fylliefnis sé ætlunin að gefa kinnbeinum fyllingu sem tapast hefur með aldrinum.
Varafyllingar, mildar hrukkur og skerpir andlitsdrætti
Varirnar eru eitt vinsælasta meðferðarsvæðið í Gelísprautun og framkvæmum við margar varafyllingar (e.lip fillers) á degi hverjum. Mælt er sérstaklega með því að bera á sig deyfikrem klukkutíma fyrir meðferð á fyllingu í varir. Mikið er af taugaendum á þessu meðferðarsvæði og getur meðferðin því verið nokkuð sársaukafull án deyfingar. Roði, bólga og mar geta myndast eftir meðferð. Þar sem varirnar eru nokkuð viðkvæmt svæði með tilliti til bólgusvörunar er ekki óeðlilegt að bólga geti varað í allt að 14 daga eftir meðferð. Algengt er að fylliefni í vörum endist í u.þ.b. 6-9 mánuði. Sérlega mikilvægt er að kæla meðferðarsvæði vel eftir þessa meðferð.