Hvað er Tattooeyðing?
Tattooeyðing er háþróuð lasermeðferð þar sem mismunandi bylgjulengdir eru notaðar til að brjóta niður ólíka litatóna tattoos. Lasergeisla er beint á tattoo þar sem hann brýtur niður blekagnir tattoosins án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Með hjálp hvítra blóðkorna losar sogæðakerfið líkamann svo við blekagnirnar, sem gerir það að verkum að tattoo dofnar smám saman.
Meðferðin er örugg og hentar öllum aldurshópum og húðgerðum. Líkt og á við um allar meðferðir þar sem ysta lag húðar er skaddað þarf þó að gæta sérlega vel að hreinlæti og passa að ekki rifni ofan af hrúðri til að forðast sýkingar og öramyndun.