Hvað er RF Plasma Hrukkubani?
RF Plasma Hrukkubaninn er ný, byltingarkennd meðferð á Íslandi og er Húðfegrun eina stofan á landinu sem býður upp á þessa frábæru tækni. RF Plasma Hrukkubaninn hentar vel til að vinna á djúpum og grunnum hrukkum og slappri húð á afmörkuðum svæðum andlits, t.d. á milli augabrúna, á enni, á munnsvæði, í kinnum eða við eyru. Meðferðin hentar öllum húðgerðum og aldurshópum.
Það sem gerir RF Hrukkubana að sérstakri húðmeðferð er hin tvíþætta tækni sem notuð er við framkvæmd meðferðarinnar. Microplasma neistar skadda ysta lag húðar (e. ablative effect), án þess þó að valda varanlegum skaða eða öramyndun, í þeim tilgangi að koma viðgerðarferli húðarinnar í gang og örva endurnýjun hennar. Á sama tíma og unnið er á ysta lagi húðar er radiofrequency tækni notuð til að beina hita beint niður í undirlag húðarinnar (e. thermal effect). Hitinn örvar frumur í bandvef húðarinnar sem framleiða kollagen og elastín. Með hjálp þessarar tvíþættu tækni verður áferð húðarinnar fallegri, auk þess sem hún þéttist og stinnist.