Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Sagan okkar

Við búum yfir meira en 20 ára reynslu í húðmeðferðum
Húðfegrun er hátæknifyrirtæki á heilbrigðissviði sem hefur verið starfrækt frá árinu 2000. Stofnandi Húðfegrunar er Díana Oddsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem stýrir meðferðum og mannauðsmálum. Bryndís Alma Sinn, hagfræðingur, gekk til liðs við Húðfegrun árið 2014 og sér um daglegan rekstur ásamt því að stýra faglegri þróun.

Bryndís Alma Gunnarsdóttir og Díana Oddsdóttir
Bryndís Alma Sinn og Díana Oddsdóttir

Húðfegrun býður heildrænar húðmeðferðir fyrir andlit og líkama með það að markmiði að bæta heilsu húðarinnar á náttúrulegan hátt. Meðferðaraðilar Húðfegrunar eru menntaðir hjúkrunarfræðingar og fagaðilar sem hafa hlotið sérþjálfun í notkun lasertækni og annars konar hátækni til að leysa ýmsan húðvanda. Húðfegrun býður bestu fáanlegu tækin á markaðnum hverju sinni og starfsfólkið hlýtur stöðuga þjálfun og tileinkar sér nýjungar.

Í upphafi árs 2021 bætti Húðfegrun enn einu meðferðarúrræðinu við meðferðaúrval sitt. Fjárfest var í nýju tæki frá alþjóðlega lasertækjaframleiðandanum Alma Lasers sem gerir okkur kleift að framkvæma svokallaða Lúxus Húðslípun. Auk þess að fjarlægja dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar, hreinsa hana og fríska, veitir meðferðin húðinni einnig næringu og raka.

Á vormánuðum ársins 2020 var tekin inn nýr hátækni húðskanni frá framleiðandanum Canfield. Um er að ræða leiðandi fyrirtæki í heiminum á sviði húðgreiningar. Húðskanninn greinir vandamál í undirlögum húðarinnar og auðveldar sérfræðingum að veita ráðleggingar varðandi meðferðarúrræði og húðvörunotkun.

Á árinu 2019 bætti Húðfegrun við ýmsum spennandi nýjungum. Í upphafi árs var ein vinsælasta meðferð stjarnanna, Hollywood Glow, tekin í notkun. Meðferðin er framkvæmd með nær-innrauðu ljósi (NIR infrared light) sem þéttir húðina og gefur henni samstundis aukinn ljóma.

Einnig hóf Húðfegrun að bjóða Laser Peeling (RF iPixel), sem er ein öflugasta lasermeðferð sem býðst fyrir andlitið. Laser peeling veitir árangursríka uppbyggingu djúpt niður í undirlagi húðarinnar ásamt öflugu peeling á ysta lagi húðar.

Á haustmánuðum 2019 var svo tekin í notkun ný meðferð, byggð á radio freqency plasma tækni. Meðferðin fékk heitið Augnlyfting / Hrukkubaninn og er sérlega vinsæl til að lyfta augnlokum sem farin eru að síga en virkar einnig vel til að grynnka hrukkur í andliti.

Í lok árs 2018 uppfærði Húðfegrun tækjabúnað sinn til varanlegrar háreyðingar. Varð lasertækið Soprano ICE Platinum frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði lasertækni í heimi, Alma Lasers, fyrir valinu. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Með tækinu er hægt að eyða ljósum hárum, auk þess sem lasergeislinn nemur hárvöxt á þremur vaxtarstigum svo einstaklingar þurfa á færri meðferðum að halda.

Síðan 2016 hefur Húðfegrun boðið eina öflugustu og áhrifaríkustu tækni sem býðst á markaðnum til að þétta húð og eyða fitu.
Það sem gerir meðferðirnar einstakar eru ultrasound (US) og radiofrequency (RF) tækni sem skila stórkostlegum langtímaárangri.

Árið 2014 tók Húðfegrun í notkun nýja tegund af lasertæki frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði lasertækni, Alma Lasers.
Tækjabúnaðurinn markar algjöra byltingu í húðmeðferðum. Sama ár hóf Húðfegrun að bjóða Dermapen (microneedling) húðmeðferð með hinum vinsæla og áhrifaríka Dermapen. Meðferðina er eingöngu hægt að framkvæma á stofu og Dermapen meðferðin hjá Húðfegrun er sú öflugasta á Íslandi.