Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir og eftir Ávaxtasýrumeðferð
Fjöldi meðferða: Stök meðferð frískar upp á húðina og örvar starfsemi hennar en til að ná sem bestum árangri er mælt með því að teknar séu 4-6 meðferðir með 10-14 daga millibili, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð. Með hverri meðferð næst betri og betri árangur..
Eftir meðferð: Eftir að meðferð er framkvæmd getur borið á roða og jafnvel bólgu í húð sem getur varað frá 2-3 dögum og allt upp í viku, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð. Í sumum tilfellum getur borið á þurrki í húð og hún flagnað eftir meðferð, en það eru eðlileg viðbrögð húðarinnar við meðferðinni.
Mælt er með því að bera græðandi rakakrem á meðferðarsvæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku. Húðin er viðkvæmari fyrir sól fyrst eftir meðferð og því er mælt með að nota sterka sólarvörn (a.m.k. SPF 30) og forðast sól eins og hægt er fyrstu vikuna eftir meðferð. Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi í 1-7 daga eftir meðferð, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð.