Fitueyðing með fituleysandi efni

Fitueyðing með fituleysandi efni er sprautumeðferð sem er framkvæmd í þeim tilgangi að eyða fitu á erfiðum og afmörkuðum svæðum

Meðferðasvæði: Neðra andlit - Undirhaka - Magasvæði - Upphandleggir - Læri - Mjaðmir - Bak  

Laserlyfting

Fitueyðing með fituleysandi efni er öflug og örugg sprautumeðferð sem framkvæmd er af okkar faglærðum hjúkrunarfræðingum.
Í meðferðinni er efni sem inniheldur deoxycholic sýru sprautað inn í fitulag á tilteknu meðferðarsvæði.
Deoxycholic sýra (DC) er efni sem líkaminn þekkir vel, þar sem sýran er eitt af efnum sem mynda gallsýru (e.bile acid), sem er framleidd náttúrulega af bakteríum í þörmum og gegnir lykilhlutverki við niðurbrot fitu í líkamanum.
Deoxycholic sýran brýtur upp frumuveggi fitufrumnanna, sem leiðir til þess að vitan í frumnum brotnar niður. Í framhaldinu losar líkaminn sig við fituna smám saman í gegnum sogæðakerfið og er því afar mikilvægt að drekka vel af vatni bæði fyrir og eftir meðferð. Meðferðin er einföld, fljótleg og hefur í för með sér vægar aukaverkanir. Hún krefst minni inngrips en skurðaðgerð og getur skilað varanlegum árangri svo lengi sem heilbrigðum lífstíl er viðhaldið.

Hvað er fitueyðing með fituleysandi efni?

• Eyðir fitufrumum á meðferðarsvæði
• Varanlegur árangur
• Einföld og fljótleg meðferð

Fitueyðing með fituleysandi efni er öflug og örugg sprautumeðferð sem framkvæmd er af okkar faglærðum hjúkrunarfræðingum. Í meðferðinni er efni sem inniheldur deoxycholic sýru sprautað inn í fitulag á tilteknu meðferðarsvæði.

Deoxycholic sýra (DC) er efni sem líkaminn þekkir vel, þar sem sýran er eitt af efnum sem mynda gallsýru (e.bile acid), sem er framleidd náttúrulega af bakteríum í þörmum og gegnir lykilhlutverki við niðurbrot fitu í líkamanum.

Deoxycholic sýran sem brýtur upp frumuveggi fitufrumnanna, sem leiðir til þess að vitan í frumnum brotnar niður. Í framhaldinu losar líkaminn sig við fituna smám saman í gegnum sogæðakerfið og er því afar mikilvægt að drekka vel af vatni bæði fyrir og eftir meðferð.

Meðferðin er einföld, fljótleg og hefur í för með sér vægar aukaverkanir. Hún krefst minni inngrips en skurðaðgerð og getur skilað varanlegum árangri svo lengi sem heilbrigðum lífstíl er viðhaldið.

Fyrir hvern hentar meðferðin?

Fyrir hvern hentar meðferðin?

Fitueyðing með fituleysandi efni er frábær lausn fyrir þá sem vilja losna við erfiða fitu sem virðist sitja föst á afmörkuðum svæðum. Hún er einnig góður kostur fyrir þá sem vilja forðast það að fara í skurðgerð og fyrir þá sem lifa heilbrigðum lífstíl en eiga í erfiðleikum með að losna við fitu á ákveðnum svæðum.

Fitueyðing á undirhöku

Undirhakan er eitt þeirra svæða sem oft reynist erfitt að losna við fitu þó svo lífstíll sé heilbrigður og er eitt vinsælasta meðferðarsvæðið hjá okkur í meðferðinni.

Fitueyðing á líkama

Fitueyðing með fituleysandi efni hentar einnig vel á ýmsum öðrum svæðum líkamans og eru dæmi um vinsæl svæði:

  • Magasvæði
  • Upphandleggir
  • Læri
  • Bak
  • Mjaðmir

Almennar upplýsingar

Fjöldi meðferða og magn efnis:

Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í 2-6 skipti til að ná sem bestum árangri, breytilegt er eftir meðferðarsvæði og líkamlegu ástandi hversu margar meðferðir þarf. Lágmark þarf að líða 6-8 vikur á milli meðferða en fer það eftir meðferðasvæði.

Árangur

Eftir meðferð mun þykkt fitulags á meðferðarsvæði minnka hægt og rólega.  

  • Algengt er að sjá mun á meðferðarsvæði um 2-3 vikum eftir meðferð og  talsverðan mun eftir 1-3 mánuði.  
  • Fullum árangri er náð u.þ.b. 4 mánuðum eftir meðferð.

Langflestir þurfa að koma í meðferðina oftar en einu sinni til að ná hámarksárangri og er mikilvægt að viðhalda árangrinum með heilbrigðum lífstíl, mataræði og hreyfingu.

Hvað þarf að hafa í huga?
Fyrir meðferð

  • Til að draga úr líkum á bólgu og mari eftir meðferð er gott að gera hlé á notkun magnyls og annarra blóðþynnandi lyfja í 3-5 daga fyrir meðferð sé þess kostur.  
  • Forðast skal inntöku lýsi og áfengi, þar sem bæði hafa blóðþynnandi áhrif.

Eftir meðferð

  • Mikilvægt er að kæla meðferðarsvæðið vel eftir hverja meðferð eða um 2-3x á dag í 10 mínútur í senn fyrstu 2-3 dagana.
  • Örvun sogæðarennslis (e. lymphatic drainage) er gagnlegt, t.d. með léttu nuddi 2x í viku í 2-3 vikur frá og með 3ja degi eftir meðferð.
  • Notkun aðhaldsklæðnað/aðhaldsbindi allan sólarhringinn í 1-2 vikur er gagnlegt til þess að flýta fyrir bata.
  • Drekka vel af vatni, sérstaklega á meðan bólga/bjúgur eru til staðar og eru Ultrasound meðferðir eru gagnlegar  
  • Ekkert mælir gegn því að stunda líkamsrækt finnist viðkomandi líkaminn vera í standi til þess.

Við hverju er að búast?

  • Flestir geta haldið áfram með daglegt líf strax að meðferð lokinni.  
  • Meðferðarsvæði getur verið rautt í nokkrar klukkustundir eftir meðferð og ekki er ólíklegt að mar myndist.  
  • Eðlilegt er að hiti geti verið til staðar í húð og að doði sé til staðar á meðferðarsvæði í nokkrar vikur/mánuði sem hverfur með tímanum.
  • Bólga á meðferðarsvæði getur verið talsverð og getur meðferðarsvæði verið viðkvæmt í nokkrar vikur eftir meðferð.

Hvað skal forðast?

  • Forðast skal sól, ljósalampa, gufuböð í 48 klst. eftir meðferð.
  • Ef mar myndast skal forðast allt ofangreint þangað til mar hefur jafnað sig til þess að forðast litabreytingar í húð.
  • Forðast skal allar RF og laser meðferðir eða aðrar meðferðir sem geta valdið bólgu eða hita á meðferðarsvæði (að undanskildu Ultrasound meðferðir) í a.m.k. 6 vikur.
  • Forðast skal að taka blóðþynnandi verkjalyf eins og Ipuprofen eftir meðferð. Sé nauðsynlegt að taka verkjalyf skal heldur taka Paracetamol eða Codeine.

Fitueyðing með fituleysandi efni samhliða öðrum meðferðum

Ekki er mælt með að koma í aðrar húðmeðferðir á meðferðarsvæði í 6 vikur eftir meðferð. Á sumum meðferðarsvæðum getur það aukið árangur að koma í Fitueyðingu Ultrasound meðferðir á milli sprautumeðferða með fituleysandi efni. Ekki skal bóka tíma í ultrasound meðferð nema hafa ráðfært sig við sérfræðinga Húðfegrunar þar sem tilmæli eru mismunandi eftir meðferðarsvæðum.

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Fitueyðing á undirhöku

Undirhakan er eitt þeirra svæða sem oft reynist erfitt að losna við fitu þó svo lífstíll sé heilbrigður og er eitt vinsælasta meðferðarsvæðið hjá okkur í meðferðinni.

Fitueyðing á líkama

Fitueyðing með fituleysandi efni hentar einnig vel á ýmsum öðrum svæðum líkamans og eru dæmi um vinsæl svæði:
- Magasvæði
- Upphandleggir
- Læri
- Bak
- Mjaðir

Almennar upplýsingar

Fjöldi meðferða og magn efnis

Fjöldi meðferða og magn efnis fer eftir stærð svæðisins og magn fitu. Hver sprauta (10ml) nægir almennt fyrir 10x10 cm svæði, og hægt er að nota allt að 6 sprautur í sömu meðferð. Algengast er að þurfa að koma í meðferðina oftar en einu sinni eða í um 2-4 skipti til þess að ná hámarksárangri. Mikilvægt er að það líði að lágmarki 6 vikur á milli meðferða.

Fyrir meðferð

Hvað þarf að hafa í huga?

Til að draga úr líkum á bólgu og mari eftir meðferð er gott að gera hlé á notkun magnyls og annarra blóðþynnandi lyfja í 3-5 daga fyrir meðferð sé þess kostur.  Forðast skal inntöku lýsi og áfengi, þar sem bæði hafa blóðþynnandi áhrif.

Árangur

Eftir meðferð mun þykkt fitulags á meðferðarsvæði minnka hægt og rólega.  Algengt er að sjá mun á meðferðarsvæði um 2-3 vikum eftir meðferð og  talsverðan mun eftir 1-3 mánuði en fullum árangri er náð u.þ.b. 4 mánuðum eftir meðferð.   Langflestir þurfa að koma í meðferðina oftar en einu sinni til að ná hámarksárangri og er mikilvægt að viðhalda árangrinum með heilbrigðum lífstíl, mataræði og hreyfingu.

Eftir meðferð

Hvað þarf að hafa í huga?

- Mikilvægt er að kæla meðferðarsvæðið vel eftir hverja meðferð eða um 2-3x á dag í 10 mínútur í senn fyrstu 2-3 dagana.
- Örvun sogæðarennslis (e. lymphatic drainage) er gagnlegt, t.d. með léttu nuddi 2x í viku í 2-3 vikur frá og með 3ja degi eftir meðferð.
- Notkun aðhaldsklæðnað/aðhaldsbindi allan sólarhringinn í 1-2 vikur er gagnlegt til þess að flýta fyrir bata.
- Drekka vel af vatni, sérstaklega á meðan bólga/bjúgur eru til staðar og eru Ultrasound meðferðir eru gagnlegar
- Ekkert mælir gegn því að stunda líkamsrækt finnist viðkomandi líkaminn vera í standi til þess.

Hvað skal forðast?

- Forðast skal sól, ljósalampa, gufuböð í 48 klst. eftir meðferð.
- Ef mar myndast skal forðast allt ofangreint þangað til mar hefur jafnað sig til þess að forðast litabreytingar í húð.
-Forðast skal allar RF og laser meðferðir eða aðrar meðferðir sem geta valdið bólgu eða hita á meðferðarsvæði (að undanskildu Ultrasound meðferðir) í a.m.k. 6 vikur.
- Forðast skal að taka blóðþynnandi verkjalyf eins og Ipuprofen eftir meðferð. Sé nauðsynlegt að taka verkjalyf skal heldur taka Paracetamol eða Codeine.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla, ut commodo diam libero vitae erat. Aenean faucibus nibh et justo cursus id rutrum lorem imperdiet. Nunc ut sem vitae risus tristique posuere.

Bóka tíma í meðferð