Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum

20% Páskatilboð

Vekjum upp þreyttu vetrarhúðina með hinu fullkomna páskatilboði!

Nýta tilboð
• Örvar kollagenframleiðslu húðar
• Eykur kollagenframleiðsl
• Skilar góðum langtímaárangri

Laserlyfting -
andlitslyfting án skurðaðgerðar

Svæði: Augnsvæði, andlit, háls, bringa, handabök.

Laserlyfting er öflugasta anti-aging meðferð Húðfegrunar, byggð á nýjustu tækni frá Alma Lasers, einum fremsta framleiðanda heims á sviði húðmeðferða. Meðferðin skilar góðum langtíma árangri en hún eykur kollagen og elastín framleiðslu djúpt í undirlagi húðar og kjölfarið þéttist slöpp húð,  hrukkur og línur mildast og andlitsdrættir skerpast.

Fylling í varir og hrukkur

Nýttu tækifærið - 20% afsláttur af Gelísprautun

Nýta tilboð
• Þéttir slappa húð
• Eykur kollagenframleiðslu
• Skilar góðum langtímaárangri

Framkvæmd Laserlyftingar

Laserlyfting er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislanum er beint niður í undirlag húðarinnar þar sem hann örvar framleiðslu kollagens og elastíns með náttúrulegum og sársaukalausum hætti án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið þéttist húðin og styrkist og hrukkur og línur mildast. Árangur af laserlyftingu er sambærilegur við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur framyfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið beint í vinnu eftir meðferð.

Dragðu úr ummerkjum öldrunar með náttúrulegum hætti

Með aldrinum hægir á kollagen- og elastínframleiðslu líkamans sem gerir það m.a. að verkum að húð fer hægt og rólega að slappast. Tilgangur Laserlyftingar er ekki að gjörbreyta útliti viðskiptavina heldur er hún ætluð til að vinna hægt og rólega til baka ummerki öldrunar með því að þétta og styrkja húð sem farin er að slappast og gefa húðinni þannig lyftingu og fyllingu sem tapast hefur með aldrinum. Hún mildar jafnframt hrukkur og fínar línur, sólarskemmdir og öldrunarbletti. Neðra andlit og háls eru þau svæði þar sem slappleiki húðar sést einna helst og er Laserlyfting ein allra besta meðferð Húðfegrunar til að skerpa kjálkalínuna á nýjan leik og þétta og styrkja húð á neðra andliti og hálsi. Meðferðina má einnig framkvæma í forvarnarskyni, þ.e. til að viðhalda unglegri, þéttri og stinnri húð.

halslyfting laser húðmeðferð
Augnlyfting laser andlitslyfting

Dragðu úr vökvasöfnun, þrota, þreytu og slappri húð á augnsvæði

Húðin á augnsvæðinu eru þunn og viðkvæm og koma því fyrstu ummerki öldrunar gjarnan fram þar. Áhrif lífstíls eða tímabila sem einkennast af streitu eða þreytu koma einnig oft fyrst fram á augnsvæðinu. Laserlyfting vinnur vel á baugum, vökvasöfnun, þrota og þreytu á augnsvæði og er á sama tíma að þétta slappa húð og milda hrukkur og fínar línur. Þegar unnið er á þrota og vökvasöfnun eru dæmi um að hægt sé að ná talsverðum árangri með stakri meðferð.

Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir og eftir Laserlyftingu

Fjöldi meðferða: Sé tilgangur meðferðar að vinna til baka öldrun húðar má áætla að framkvæma þurfi meðferð í 4-6 skipti. Ef húð er ung og tilgangur meðferðar fyrst og fremst forvörn getur dugað að koma í staka meðferð á 6-12 mánaða fresti.

Endurnýjun og örvun kollagens í húðinni hefst strax að meðferð lokinni og heldur áfram í 3-6 mánuði eftir meðferð. Hægt og rólega sést því meiri árangur með hverjum degi frá meðferð. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

Árangurinn sem næst með Laserlyftingu helst í um 4 ár, jafnvel lengur hjá þeim sem viðhalda sér vel. Eftir þann tíma fer öldrunarferlið hægt og rólega af stað aftur, húðin fer að missa teygjanleika sinn og draga fer úr kollagenframleiðslu.

Eftir meðferð: Í flestum tilfellum er einungis um að ræða hita og roða í húð samdægurs en örlítil bólga getur einnig varað í 1-2 daga, fer eftir því meðferðarsvæði sem verið er að meðhöndla.

Gott er að bera rakagefandi krem á svæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð. Mælt er með að forðast sund í 1-7 daga, breytilegt eftir meðferðarformi. Mikilvægt er að nota sterka sólarvörn í a.m.k. viku eftir meðferð og forðast sól eins og hægt er.

Laserlyfting er oft notuð samhliða öðrum meðferðum

Til að ná fram enn betri og heildstæðari árangri er hægt að framkvæma Laserlyftingu samhliða öðrum húðmeðferðum. Hægt er að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum Húðfegrunar til að finna þær meðferðasamsetningar sem henta þinni húð best. Dæmi um meðferðir sem henta alltaf vel samhliða Laserlyftingu eru t.d. Hollywood Glow og Húðslípun.

Laserlyfting - Andlitslyfting án skurðaðgerðar.

Laserlyfting og Hollywood Glow

Laserlyfting og Hollywood Glow vinna sérlega vel saman, bæði vegna þess að þær sameina langtíma- og skammtímaárangur og vegna þess að saman framkalla þær sérlega öfluga húðþéttingu. Hollywood Glow gefur húðinni samstundis fallegan ljóma og bjart og frísklegt yfirbragð sem endist almennt í nokkra mánuði á meðan árangur af Laserlyftingu er til langs tíma en er að koma fram hægt og rólega á 3-6 mánuðum. Laserlyfting örvar framleiðslu kollagens og elastíns með nýmyndun húðfrumna á meðan Hollywood Glow örvar þær húðfrumur sem til staðar eru til að framleiða meira kollagen og elastín. Séu meðferðir teknar samhliða næst því mun betri árangur en séu þær teknar í sitthvoru lagi.

Árangur

Laserlyfting Húðfegrunar árangur - laser húðmeðferð - Lyftir & þéttir húðinaLaserlyfting Húðfegrunar árangur - laser húðmeðferð - Lyftir & þéttir húðina
Laserlyfting Andlitslyfting Þéttir og styrkir slappa húð á neðra andliti og hálsi
Laserlyfting er Andlitslyfting án skurðaðgerða fyrir og eftir myndir
Laserlyfting Þéttir slappa húð á andliti og hálsi
Þú getur keypt þína meðferð í
vefverslun okkar.
Kaupa meðferð

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

hafðu samband við Huðfegrun í síma 553-6688

Bóka tíma