Meðferð á örum og húðslitum er framkvæmd með afar öflugri radio frequency (RF) tækni. Meðferðin vinnur vel á djúpum, grunnum og upphleyptum örum og húðslitum.

Framkvæmd með nýjustu tækni

Radio frequency bylgjurnar koma af stað viðgerðarferli húðarinnar með því brjóta niður örvefinn/ónýtu húðina þar sem örið/húðslitið er staðsett og örva endurnýjun vefja og framleiðslu kollagens. Í kjölfarið jafnast húðlitur og áferð húðarinnar verður sléttari sem gerir það að verkum að örið/húðslitið verður daufara og daufara.

Líða þurfa að lágmarki sex til tólf mánuðir frá því að ör myndaðist þar til meðferð er framkvæmd. Líða þurfa að lágmarki þrír til sex mánuðir frá því að húðslit myndaðist þar til meðferð er framkvæmd.

Fjöldi meðferða: Mælt er með 4-6 meðferðum, fer eftir stærð svæðis og dýpt örs/húðslits. Að lágmarki tvær til þrjár vikur þurfa að líða á milli meðferða, fer eftir staðsetningu örs/húðslits. Æskilegt er að bíða í þrjár til fjórar vikur sé ör staðsett á andliti, en sé ör/húðslit staðsett á líkama má framkvæma meðferð á tveggja til þriggja vikna fresti.

Vinnur burt ör og húðslit

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og hiti í húð. Eðlilegt er að í sumum tilfellum flagni húðin í kjölfarið. Algengt er að húðin sé búin að jafna sig 1-5 dögum eftir meðferð, fer eftir dýpt og stærð örs/húðslits. Mælt er með að bera græðandi krem á húð eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu.

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til sjö daga, breytilegt eftir meðferðarformi.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.
Einnig er hægt að bóka tíma í síma
533-1320