Tvíþætt tækni sem skilar betri árangri

RF Plasma hrukkubaninn er ný og byltingarkennd meðferð á Íslandi. Húðfegrun er fyrsta og eina stofan á landinu sem býður upp á þessa frábæru tækni. RF Plasma hrukkubaninn er húðmeðferð sem hentar vel til að vinna á grunnum og djúpum hrukkum og slappri húð á afmörkuðu svæði í andliti, til dæmis á milli augabrúna, enni, munnsvæði, kinnar og augnsvæði. Meðferðin hentar öllum aldurshópum og húðgerðum.

Meðferðin er framkvæmd með tvíþættri tækni þar sem ysta lag húðarinnar á meðferðarsvæðinu er sködduð og brotin niður án þess þó að valda varanlegum skaða eða örum, til þess að líkaminn geti byggt upp nýja og heilbrigða húð. Á sama tíma er hita beint niður í undirlag húðarinnar sem gerir það að verkum að húðin eykur framleiðslu kollagens og elastíns og endurnýjar sig innan frá. Með hjálp þessarar tvíþættu tækni verður áferð húðarinnar fallegri, auk þess sem hún þéttist og stinnist.

Dregur úr hrukkum og línum

Fjöldi meðferða: Árangur sést eftir fyrstu meðferð. Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í 1 til 2 skipti ef húð er að byrja að slappast eða ef um er að ræða fínar línur. Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í 2 til 4 skipti ef húðin er orðin verulega slöpp og hrukkur djúpar.

Árangur: Það tekur um mánuð að sjá endanlegan árangur af hverri meðferð. Framkvæma má meðferð með 6-8 vikna millibili, eftir því hversu djúpt er unnið niður í undirlag húðarinnar.

Fyrir meðferð: Til að draga úr sársauka á meðan á meðferð stendur er mælt með að bera deyfikrem á húð klukkustund fyrir meðferð.

Mikilvægt er að láta hrúður gróa að fullu

Eftir að meðferð er framkvæmd myndast roði og bólga sem geta varað frá nokkrum klukkustundum og upp í 2-3 daga. Einnig sjást dökkir blettir og hrúður á húð í 5-10 daga eftir meðferð. Mikilvægt er að láta hrúður gróa að fullu til að ná hámarksárangri í kjölfar meðferðar. Varast skal að bleyta meðferðarsvæðið í 2 daga eftir meðferð og einnig skal gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu. Nauðsynlegt er að bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku eftir meðferð.

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í eina viku.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.
Einnig er hægt að bóka tíma í síma
533-1320