Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Mikið líturðu vel út beibí, frábært hár“, sungu Stuðmenn svo eftirminnilega um árið. Þó hárið sé svo sannarlega mikilvægur hluti af stóra samhenginu, þá skiptir húðin ekki síður máli.

„Laserlyftingin er bylting í meðferð á línum, hrukkum og slappri húð. Meðferðin styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á öllu andlitinu, augnsvæði, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt,”

Það er alkunna að vandleg umhirða er lykill að því að viðhalda heilbrigði húðarinnar. Þar skiptir líka máli að hugsa vel um sig og gæta þess að sofa nóg, drekka vel af vatni og neyta koffeindrykkja í hófi. Auk þess þarf að muna að nota góða sólarvörn og húðvörur sem ekki innihalda skaðleg efni, sem er betra bæði fyrir húðina og umhverfið.

Hvað er til ráða?

En þrátt fyrir heilbrigðan lífstíl gera hrukkurnar vart við sig. Díana hjúkrunarfræðingur var spurð að því hvað er til ráða í baráttunni gegn hrukkunum.

„Laserlyftingin er bylting í meðferð á línum, hrukkum og slappri húð. Meðferðin styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á öllu andlitinu, augnsvæði, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt,” segir Díana.

Það sem gerir Laserlyftingu einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt í undirlagi hennar með náttúrulegum og sársaukalausum hætti.

Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeisla er beint á það svæði sem verið er að meðhöndla. Geislinn berst undir ysta lag húðarinnar og byggir upp kollagen- og elastínþræði hennar (teygjanleika húðarinnar) án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið grynnka línur og hrukkur, slöpp húð þéttist og áferð húðarinnar verður fallegri. Endurnýjun og örvun kollagens húðar heldur áfram í allt að mánuð frá meðferð og einstaklingurinn sér meiri árangur með hverjum degi frá meðferð.

Sýnilegur árangur

„Árangur af Laserlyftingu er sambærilegur við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem Laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið í vinnu beint eftir meðferð.
„Árangurinn sem næst með Laserlyftingu helst í um fjögur ár, lengur hjá þeim sem viðhalda sér vel. Eftir þann tíma fer öldrunarferlið hægt og rólega af stað aftur, húðin fer að missa teygjanleika sinn og draga fer úr kollagenframleiðslu“ segir Díana.


Heiða er 43 ára og hefur komið í Laserlyftingu tvisvar sinnum

„Eftir fertugt sá ég mikinn mun á húðinni í andlitinu ár frá ári. Streita og ferðalög settu mark sitt á húðina. Eftir að hafa farið í Laserlyftingu, sé ég ótrúlegan mun á andlitinu og hálsinum. Línurnar hafa minnkað og húðin er mun þéttari en áður. Einnig hefur undirhakan minnkað til muna. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu notaleg upplifun það var að koma í laserlyftingu. Meðferðin er algjörlega sársaukalaus.

En er Laserlyftingin aðeins fyrir konur sem komnar eru yfir fertugt?

Díana hjúkrunarfræðingur segir að yngri konur komi gjarnan í Laserlyftingu á augnsvæði og neðra andliti til að þétta húð sem er orðin slöpp. „Nýlega kom til mín kona um þrítugt sem hafði átt margar svefnlausar nætur með nýburann sinn. Húðin á neðra andliti og í kringum augun var orðin slöpp og pokar höfðu gert vart við sig. Í kjölfar Laserlyftingar á neðra andliti og augnsvæði er húðin komin í samt lag aftur.


Góð lausn við djúpum hrukkum

Gelísprautun er einnig vinsæl meðferð fyrir þá sem vilja losna við línur, jafna út hrukkur og endurmóta andlitsdrætti. Meðferðin hentar einnig fyrir þá sem vilja fá aukna fyllingu í varir , kinnar, kinnbein og/eða höku. Díana segir að með Gelísprautun aukist kollagen-framleiðsla húðarinnar og í kjölfarið öðlist húðin aukinn ljóma og þéttleika.


En er Gelísprautun hættuleg?

„Nei, Neauvia Organic fyllingarefnið er hreinasta og öruggasta fyllingarefnið sem er í boði. Þetta er hreint kristalsgel sem inniheldur fjölsykrusýrur sem er að finna í öllum vefjum líkamans.

Neauvia Organic inniheldur ekki dýraafurðir og það er engin hætta á ofnæmi. Árangurinn helst lengi eftir meðferð eða allt frá sex mánuðum og upp í nokkur ár“, segir Díana.


Guðrún er 48 ára og hefur komið í Gelísprautun einu sinni

„Áður en ég fór í Gelísprautun var ég mjög skeptísk því mér fannst þetta mikið inngrip. Upplifunin var hinsvegar allt önnur en ég hefði getað gert mér í hugarlund. Ég mundi líkja stungunni við að hafa verið klipin lítillega, þar sem ég hafði borið deyfikrem á húðina klukkustund fyrir tímann. Svo kom smávegis þrýstingur þegar efninu var sprautað undir húðina en svo nuddaði hjúkrunarfræðingurinn svæðið og ég fann ekkert fyrir þessu enda var fagmennskan í fyrirrúmi .

Ég sé mikinn mun á húðinni minni í kjölfar Gelísprautunnar. Húðin er slétt og fín á því svæði sem sprautan var notuð en ég get sett í brýrnar og allar hreyfingar í andlitinu eru eðlilegar. Ég vildi að ég hefði látið verða af þessu fyrir löngu síðan!“
Húðfegrun hjálpar þér að ná
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.

Allar meðferðir