Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Fegrunaraðgerðir snúast ekki eingöngu um hégóma heldur geta þær aukið sjálfstraust og lífsgæði. Oft eru inngripin smávægileg í samanburði við þann mun sem einstaklingurinn sér og finnur í kjölfarið.Ein af vinsælustu meðferðunum hjá Húðfegrun er Laserlyfting. Vegna fjölda fyrirspurna ákváðum við að taka saman upplýsingar um þessa hátæknimeðferð og bera hana saman við andlitslyftingu með skurðaðgerð. Hver er munurinn á andlitslyftingu með skurðaðgerð og Laserlyftingu?


Andlitslyfting með skurðaðgerð

  • Framkvæmd af lýtalækni og aðstoðarfólki á skurðstofu – Sjúklingur er svæfður og haldið sofandi á meðan á aðgerð stendur.
  • Tímafrek – Andlitslyfting með skurðaðgerð getur tekið marga klukkutíma (einstaklingsbundið og fer eftir stærð meðferðarsvæðis).
  • Áverkar – Húðin getur dofnað í kjölfar aðgerðar og dofinn getur varað í nokkrar vikur eða mánuði. Þar að auki getur mar verið sýnilegt í tvær til þrjár vikur eftir aðgerð.
  • Frá vinnu eftir aðgerð – Flestir eru frá vinnu í 10-14 daga í kjölfar andlitslyftingar með skurðaðgerð.
  • Minnkar öldrunarmerki – Markmið andlitslyftingar með skurðaðgerð er að endurmóta vöðva undir húð ásamt því að strekkja á húð í andliti og á hálsi.

 
Laserlyfting hjá Húðfegrun 

  • Framkvæmd af lækni eða hjúkrunarfræðingi hjá Húðfegrun- Einstaklingurinn er með fullri meðvitund á meðan á meðferðinni stendur og deyfingar er ekki þörf, enda meðferðin sársaukalaus.
  • Fljótleg– Laserlyfting tekur einungis 20-40 mínútur í framkvæmd (fer eftir stærð meðferðarsvæðis). Mælt er með að koma að minnsta kosti fjórum sinnum í Laserlyftingu með að lágmarki fjögurra vikna millibili.
  • Engir áverkar – Fyrir utan smávegis roða og bólgu sem geta varað í einn til tvo daga, eru engir áverkar.
  • Beint í vinnu eftir meðferð – Hægt er að fara í vinnu strax að meðferð lokinni.
  • Endurnýjar húðina með náttúrulegum hætti – Áhrifa Laserlyftingar gætir í dýpstu lögum húðarinnar því meðferðin gengur út á að byggja upp undirlag húðarinnar. Meðferðin endurnýjar og örvar myndun kollagens í húðinni.

Laserlyfting er bylting í meðferð á línum, hrukkum og slappri húð. Meðferðin styrkir húðina, grynnkar hrukkur og þéttir slappa húð á öllu andlitinu, augnsvæði, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlitið. Það sem gerir Laserlyftingu einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt í undirlagi hennar með náttúrulegum og sársaukalausum hætti. Laserlyfting er því í raun náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar og árangurinn af Laserlyftingu er sambærilegur árangri af andlitslyftingu með skurðaðgerð.

Fyrir hverja er Laserlyfting?

Díana, hjúkrunarfræðingur hjá Húðfegrun, segir bæði konur og karla nýta sér Laserlyftingu. Hún segir jafnframt að meðferðin sé ekki aðeins fyrir þá sem eru eldri heldur komi yngra fólk einnig í Laserlyftingu og þá gjarnan á hluta af andlitinu.

„Laserlyfting er tilvalin fyrir þá sem eru með þrota á augnsvæði eða þá sem upplifa að húðin á kjálkanum sé farin að slappast.“

Hvað þarf að koma oft í Laserlyftingu og hvað varir árangurinn lengi?

Ætla má að framkvæma þurfi meðferð að lágmarki í fjögur skipti til að ná sem bestum árangri. Eftir hverja meðferð er sjáanlegur árangur þar sem húðin verður stinnari, þéttari og hrukkur grynnka. Endurnýjun og örvun kollagens í húðinni hefst strax að lokinni meðferð og heldur áfram í allt að mánuð eftir meðferð. Því má búast við að sjá meiri árangur með hverjum degi sem líður í kjölfar meðferðar.Að lágmarki mánuður þarf að líða á milli meðferða. Árangurinn sem næst með Laserlyftingu helst í um fjögur ár og jafnvel lengur hjá þeim sem viðhalda sér vel. Eftir þann tíma fer öldrunarferlið hægt og rólega af stað aftur, húðin fer að missa teygjanleika sinn og draga fer úr kollagenframleiðslu.

Heiða er 43 ára og hefur komið þrisvar sinnum í Laserlyftingu á andliti

„Ég er meðal þeirra sem vinn mikið og ferðast mikið vegna vinnu. Ég var tekin í andliti og þreytumerkin höfðu áhrif á sjálfstraust mitt. Þegar ég heyrði um Laserlyftinguna hjá Húðfegrun, ákvað ég að prófa. Meðferðin sjálf er mjög þægileg og það kom mér skemmtilega á óvart að ég gat farið í vinnuna strax að lokinni meðferð. Þreytumerkin eru nú horfin úr andlitinu á mér. Húðin er mun stinnari og áferðarfallegri. Nokkrum dögum eftir hverja meðferð finnst mér húðin hreinlega glóa! Ég hlakka til að koma í fjórðu meðferðina og sjá enn betri árangur.“

Elín er 56 ára og nýtti sér Laserlyftingu nýverið

„Mér fannst húðin í andlitinu vera farin að slappast og leitaði ráða hjá hjúkrunarfræðingi Húðfegrunar. Mér var ráðlagt að koma fjórum sinnum í Laserlyftingu og ég sé ekki eftir því. Mér fannst húðin styrkjast og línur mýkjast og ætla að halda mér við með því að fara í fleiri svona meðferðir. Mér fainnst líka mikill kostur að það sér ekki á húðinni eftir Laserlyftinguna og maður getur farið beint í vinnuna eftir meðferð.“
Húðfegrun hjálpar þér að ná
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.

Allar meðferðir