Hvað er rósroði?
Margir þekkja það að roðna í andliti í heitu veðri eða við mikla geðshræringu. Einnig eru þeir sem roðna við það að borða sterkan mat eða drekka heita drykki eða áfengi. Það sem kallast Rósroði er hins vegar viðvarandi roði og þá gjarnan í andliti.
Er hægt að losna við rósroða?
Hjá Húðfegrun starfa sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar sem kunna lagið á rósroða. Við bjóðum hátæknimeðferð með lasergeisla sem vinnur gegn rósroða og rauðum blettum. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislinn hitar æðina sem verið er að meðhöndla án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið minnkar rósroðinn smám saman.
Hverjir koma í meðferð gegn rósroða?
Díana hjúkrunarfræðingur hjá Húðfegrun, segir bæði konur og karla koma í meðferð gegn rósroða. „Við höfum það ánægjulega starf að hjálpa fólki að bæta heilsu húðarinnar og fá varanlega lausn. Margir hafa fengið mikla bót með lasermeðferðinni gegn rósroða en áætla má að framkvæma þurfi meðferðina í sex til tíu skipti. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.“
Elínborg er 55 ára og hefur komið í meðferð gegn rósroða hjá Húðfegrun
„Ég hef glímt við rósroða og háræðaslit og hef alltaf þurft að nota farða. Það hefur háð mér í gegnum tíðina að ég roðna í andliti, til dæmis þegar ég fer í ræktina og borða ákveðinn mat.
Ég er búin að koma þrisvar í rósroðameðferð hjá Húðfegrun. Það þarf að vera þolinmóður og fara í nokkrar meðferðir til að ná rósroðanum almennilega niður. Ég mundi telja að ég þyrfi að fara í þrjú til fjögur skipti í viðbót til að ná þeim árangri sem ég sækist eftir. Rósroðinn verður viðráðanlegri með hverri meðferð.“
Hvað er háræðaslit?
Háræðaslit er eins og nafnið segir til um, slit á háræðum sem er sýnilegt á yfirborði húðarinnar. Slíkt slit getur myndast hvar sem er en það er algengt að það myndist á nefi og kinnum.
Díana segir að háræðaslit myndist einnig gjarnan á fótleggjum. „Margar þeirra kvenna sem leita til okkar hafa fyrst tekið eftir háræðasliti á fótleggjum í kjölfar meðgöngu. Einnig eru þeir sem fljúga mikið gjarnari á að fá háræðaslit. Þetta getur
verið hvimleitt og í sumum tilfellum upplifir fólk þetta sem töluvert lýti. En sem betur fer er hægt að vinna á þessu með lasermeðferðunum hér hjá Húðfegrun.“
Lasermeðferð gegn háræðasliti
Lasermeðferð er framúrskarandi meðferð sem vinnur vel á grunnum og djúpum háræðaslitum á andliti, bringu og fótleggjum. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislinn hitar æðina sem verið er að meðhöndla án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið minnkar æðaslitið smám saman. Algengt er að framkvæma þurfi meðferð í fjögur til sex skipti fyrir æðar í andliti og að lágmarki í sex skipti fyrir æðar á fótum til að ná góðum árangri.
Í kjölfar meðferðar getur myndast roði og bólga sem geta varað í einn til tvo daga og allt upp í viku, fer eftir því svæði sem verið er að meðhöndla. Einnig er eðlilegt að í sumum tilfellum myndist hrúður, sár eða blöðrur en mikilvægt er að láta slíkt alveg gróa til að ná hámarksárangri í kjölfar meðferðar. Mælt er með því að bera græðandi krem á húð eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu. Einnig er mælt með því að nota stuðningsbuxur í a.m.k. viku eftir meðferð sé um háræðaslitameðferð á fótum að ræða.
Heiða er 43 ára og hefur látið fjarlægja háræðaslit hjá Húðfegrun
„Ég var með háræðaslit á nefinu og notaði farða til að reyna að hylja það en með misgóðum árangri. Ég kom í lasermeðferð hjá Húðfegrun og hjúkrunarfræðingurinn vann á slitinu af mikilli nákvæmni. Í kjölfar meðferðarinnar myndaðist hrúður sem datt af eftir rúma viku. Þegar hrúðrið var farið, sá ég að háræðaslitið var horfið líka. Það er mikill munur.
Nú er verið að vinna í að fjarlægja háræðaslit á öðrum upphandleggnum en það er viðameira og ég þarf að koma í nokkur skipti. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hægt er að vinna burt háræðaslitið með þessarri áhrifaríku tækni sem er í boði hjá Húðfegrun. Það er mikils virði að losna við húðlýti sem hafa plagað mig lengi.“
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.