Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Sífellt fleiri karlmenn nýta sér meðferðirnar hjá Húðfegrun. Við tókum saman lista yfir þær meðferðir sem eru vinsælastar hjá karlmönnum þessi misserin.

Varanleg háreyðing

Við hjá Húðfegrun bendum gjarnan á varanlega háreyðingu sem umhverfisvænan kost. Þessi vinsæla meðferð hentar körlum sem vilja losna við óæskilegan hárvöxt á líkama eða í andliti.

Með varanlegri háreyðingu er hársekknum í undirlagi húðarinnar eytt með varanlegum hætti, sem gerir það að verkum að hárið vex ekki aftur. Árangur af meðferðinni er sjáanlegur einni til tveimur vikum eftir meðferð þar sem hárin detta ekki strax af en með hverri meðferð sem er framkvæmd næst meiri árangur.

Varanleg háreyðing hentar el fyrir þá sem skarta skeggi en vilja láta fjarlægja hárvöxt í kringum skegglínuna, t.d. á kinnbeinum. Einnig er vinsælt að láta fjarlægja hár aftan á hálsi, á baki, bringu og upphandleggjum.

Húðfegrun fyrir karlmenn

Húðin er stærsta líffærið og umönnun hennar er því afar mikilvæg fyrir heilsuna. Karlmenn eru flestir meðvitaðir um þetta og leita í auknum mæli til Húðfegrunar í mismunandi meðferðir sem miða að því að bæta og viðhalda góðri húðheilsu.

Húðslípun er meðal þeirra húðmeðferða sem hafa notið hvað mestra vinsælda hjá karlmönnum. Um er að ræða heildræna húðmeðferð án skurðaðgerðar sem fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar vöxt nýrra frumna og bandvefs í undirlagi húðarinnar. Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin aukinn ljóma, þar sem hún verður frísklegri, unglegri, og þéttari, auk þess sem svitaholur minnka. Meðferðin bætir þar að auki áferð og vinnur gegn öldrun húðarinnar.

Hrukkumeðferð

Hrukkumyndun getur verið hvimleið. Karlmenn hafa nýtt sér bæði Gelísprautun og Laserlyftingu í baráttunni við hrukkurnar. Gelísprautun vinnur gegn djúpum hrukkum og línum með áhrifaríkum hætti. Margir þeirra karlmanna sem leita til okkar koma í Gelísprautun á enni eða milli augabrúna.

Laserlyfting er andlitslyfting án skurðaðgerðar og er meðal vinsælustu meðferðanna hjá Húðfegrun. Karlar nýta sér þessa frábæru meðferð í auknum mæli með frábærum árangri.

Við bendum einnig á Hollywood Glow meðferðina sem hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Meðferðin ber nafn með rentu enda nýta stjörnurnar í Hollywood sér meðferðina gjarnan fyrir stórviðburði. Hollywood Glow eykur ljóma húðarinnar og gerir hana stinnari. Meðferðin getur til dæmis hentað karlmönnum á framabraut til undirbúnings fyrir mikilvæga fundi eða viðburði.

Örameðferð

Ör eftir bólur eru algengt vandamál. Margir karlmenn sem eru með ör eftir bólur síðan þeir voru yngri vita ekki að það eru til meðferðir sem vinna í burtu þessi ör og tengja jafnvel meðferðirnar við fegrunarmeðferðir en ekki öflugar húðmeðferðir. Öflugasta meðferðin til að vinna í burtu ör eftir bólur er nálameðferð (e. microneedling) eins og Dermapen. Unnið er með litlum nálum á

yfirborði húðar til að ýta serumi með virkum efnum niður í undirlag húðarinnar og örva með þeim hætti kollagenframleiðslu húðar og styrkja elastínþræði hennar. Verið er að brjóta niður ónýta húð til að byggja upp nýja heilbrigða húð. Þessi meðferð hefur enn ekki náð miklum vinsældum meðal karlmanna en vitund um meðferðina meðal þeirra er að aukast með hverju árinu.

Húðþétting og fitueyðing

Líkamsmótunarmeðferðir eins og Fitueyðing og Húðþétting, sem ekki krefjast skurðaðgerða, njóta nú aukinna vinsælda meðal karlmanna. Fitueyðing er framkvæmd með notkun byltingarkenndrar ultrasound tækni sem brýtur niður fitufrumur og eyðir þeim úr líkamanum fyrir fullt og allt.

Húðþétting er ein öflugasta meðferðin á markaðnum til að byggja upp og þétta slappa húð. Það sem gerir Húðþéttingu heillandi er markviss og öflug radio frequency (RF) tækni sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu djúpt í undirlagi húðarinnar.

Húðþétting og fitueyðing eru einnig oft framkvæmdar samhliða enda virka þær mjög vel saman.

Tattooeyðing

Margir karlmenn þekkja það að lifa með eftirsjá eftir að hafa látið húðflúra sig á árum áður. Sem betur fer er nú komin varanleg lausn til að eyða húðflúri. Laser tattooeyðing er vinsæl meðferð hjá karlmönnum. Framúrskarandi þróun í tækni við að vinna í burtu húðflúr hefur hjálpað þeim sem vilja losna við húðflúr, með lágmarks sársauka og hámarks árangri.

Húðfegrun hjálpar þér að ná
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.

Allar meðferðir