Fleiri síður
Tilgangur svokallaðra "anti-age" meðferða er að hægja á, koma í veg fyrir eða vinna til baka öldrun húðarinnar. Við hjá Húðfegrun bjóðum upp á fjölda meðferða sem að milda línur og hrukkur, gera húðina þéttari og stinnari og auka teygjanleika hennar. Meðferðirnar henta öllum húðgerðum og aldri. Áður en bókaður er tími mælum við með því að bóka viðtalstíma með hjúkrunarfræðingi svo hægt sé að meta hvaða meðferð hentar best til að vinna á vandamálinu.
Spornar gegn öldrun húðarinnar | Laserlyfting er öflug anti-aging meðferð byggð á nýjustu tækni frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði húðmeðferða.
Lyftir augnlokum sem farin eru að síga | Augnlyfting er fyrsta meðferð sinnar tegundar á Íslandi og öflugasta augnlokalyfting án skurðaðgerðar á markaðnum.
Byltingarkennd meðferð byggð á nýjustu tækni | Dermapen húðmeðferð byggir á nýjustu tækni á sviði microneedling meðferða. Vinnur burt bóluör, grynnkar hrukkur og þéttir húðina.
Vinnur burt appelsínuhúð | Húðþétting er sársaukalaus meðferð. Byggir á markvissri og öruggri radiofrequency tækni sem vinnur á slappri húð og appelsínuhúð.
Hreinsar og gefur aukinn raka | Lúxus Húðslípun er þríþætt húðmeðferð sem hreinsar húðina, veitir henni góðan raka og gefur þreyttri húð frísklegt yfirbragð.
RF Plasma hrukkubaninn er ný og byltingarkennd meðferð á Íslandi | Húðfegrun er fyrsta og eina stofan á landinu sem býður upp á þessa frábæru tækni. RF Plasma hrukkubaninn er húðmeðferð sem hentar vel til að vinna á grunnum og djúpum hrukkum og slappri húð á afmörkuðu svæði í andliti, til dæmis á milli augabrúna, enni, munnsvæði, kinnar og augnsvæði. Meðferðin hentar öllum aldurshópum og húðgerðum.
Bætir áferð og gefur bjartara yfirbragð | Ávaxtasýrumeðferð er örugg og áhrifarík meðferð sem bætir áferð húðarinnar, þéttir hana og styrkir og jafnar húðtón. Einnig dregur hún úr hrukkum og fínum línum, nærir húðina og gefur henni bjartara yfirbragð.
Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.
Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið.
Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.