Áratugalöng reynsla og sérþekking hafa gert okkur hjá Húðfegrun kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval meðferða sem sniðnar eru að þörfum viðskiptavina.
Erbium YAG Laser er ein öflugasta húðmeðferðin á markaðnum í dag sem miðar að því að vinna til baka öldrun húðar með náttúrulegum hætti og skilar meðferðin ótrúlegum árangri.
Gelísprautun er hin fullkomna lausn til þess að fylla í hrukkur og línur, endurheimta fyllingu sem tapast með aldrinum og skerpa á andlitsdráttum, á öruggan og skilvirkan hátt
Áhrifarík alhliða meðferð sem fjarlægir dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi, jafnar olíuframleiðslu, þéttir opnar svitaholur og bætir áferð húðarinnar.
Vinnur til baka öldrun húðarinnar með náttúrulegum og sársaukalausum hætti. Meðferðin vinnur djúpt í undirlagi húðar þar sem hún örvar framleiðslu kollagens og elastíns, í kjölfarið þéttist og styrkist húðin.