Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum frá Neauvia Organic. Neauvia er hreint kristalsgel sem inniheldur fjölsykrusýrur sem er að finna í öllum vefjum líkamans. Eftir að náttúrulegu fjölsykrunum hefur verið sprautað í húðina binda þær vatnið í húðinni og mynda fyllingu.

Jákvæðir þættir Neauvia fyllingarefnisins

Línur, drættir og hrukkur jafnast út og húðin öðlast ljóma og þéttleika á ný. Hægt er að framkvæma meðferðina nánast hvar sem er á andlitinu. Hægt er að velja um fyllingu í varir, hrukkur, línur, ör, kinnar, kinnbein og höku svo eitthvað sé nefnt.

  • Neauvia er hreinasta og öruggasta fyllingarefnið á markaðnum.
  • Fullkomin samsetning efnis.
  • Inniheldur ekki dýraafurðir.
  • Ekki þarf að ofnæmisprófa efnið, engin hætta á ofnæmi.
  • Langur endingartími.

Meðferð sniðin að þörfum hvers og eins

Gelísprautun er sniðin að þörfum hvers og eins. Árangur er sjáanlegur strax að meðferð lokinni en það getur tekið u.þ.b. 7-14 daga að sjá sléttast fyllilega úr línunni sem meðferðin var framkvæmd á. Í sumum tilfellum getur tekið upp í mánuð að sjá endanlegan árangur af meðferð. Endingartími Neauvia Organic fyllingarefnisins er frá 6 mánuðum og upp í nokkur ár og fer hann m.a. eftir meðferðarsvæði, aldri, húðgerð, lífsstíl, vöðvaeiginleikum o.fl.

Fyrir meðferð: Til að draga úr sársauka á meðan á meðferð stendur er mælt með að bera deyfikrem á meðferðarsvæði um klukkustund fyrir meðferð.

Til að draga úr líkum á bólgu og mari eftir meðferð er einnig gott að hafa í huga að gera hlé á notkun magnyls og annarra blóðþynnandi lyfja í 3-5 daga fyrir meðferð sé þess kostur. Það sama á við um inntöku lýsis og áfengis, sem bæði hafa blóðþynnandi áhrif.

Neauvia Organic býður einnig upp á kollagenörvandi fjölsykrugel og er það hið eina sinnar tegundar á markaðnum. Það inniheldur, auk náttúrulegra fjölsykra, náttúrulegt steinefni sem örvar framleiðslu kollagens. Húðin öðlast því meiri fyllingu, en auk þess eykst þéttleiki og teygjanleiki hennar. Mælt er með þessari tegund fyllingarefnis fyrir eldri húð sem farin er að hægja á náttúrulegri framleiðslu kollagens.

Mikilvægt er að kæla meðferðarsvæði vel

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað í 2-7 daga, fer eftir meðferðarsvæði. Eftir meðferð á vörum getur bólgan varað lengur, eða í allt að 7-14 daga. Eftir meðferð undir augum er algengt að bólgan vari enn lengur, breytilegt er á milli einstaklinga hversu lengi. Í sumum tilvikum getur myndast mar eftir meðferð, en það eru eðlileg viðbrögð húðarinnar við meðferðinni. Mælt er með því að hafa góða kælingu á meðferðarsvæði fyrst eftir meðferð, en það dregur verulega úr bólgumyndun.

Ekki má koma við meðferðarsvæðið í 4 klst. eftir meðferð. Eftir þann tíma má strjúka svæðið með mildum andlitshreinsi og vatni. Einnig má þá bera rakagefandi krem á svæðið og nota farða. Mælt er með að forðast sund, óhreint umhverfi og ryk sama dag og meðferð er framkvæmd.

Eftir meðferð þarf að:

  • Kæla meðferðarsvæðið í 15-20 mín í senn, endurtaka nokkrum sinnum.
  • Bera græðandi krem á svæðið 4 klst. eftir meðferð.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. 2-3 daga.
  • Sleppa sundi samdægurs.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.
Einnig er hægt að bóka tíma í síma
533-1320