Lúxus Húðslípun er einstök og áhrifarík meðferð sem veitir húðinni allt í senn slípun, hreinsun, raka og næringu. Einnig er meðferðin notuð í þeim tilgangi að undirbúa húðina fyrir lasermeðferðir og auka árangur þeirra.

Hreinsar og gefur aukinn raka

Meðferðin er framkvæmd með DermaClear tæki frá Alma Lasers og er um að ræða þríþætta meðferð:

Í fyrsta skrefi meðferðarinnar eru dauðar húðfrumur fjarlægðar af yfirborði húðarinnar með léttri slípun. Upplausn sem inniheldur AHA sýrur er notuð samhliða til að hjálpa enn frekar til við losun dauðra húðfrumna. Hreinsun á yfirborði húðarinnar gerir það að verkum að húðvörur smjúga betur inn í húðina og skila betri virkni. 

Í öðru skrefi meðferðarinnar er sogi beitt á húðina sem losar enn frekar um óhreinindi og húðfitu sem föst eru í húðlögunum. Til að gera ferlið skilvirkara er upplausn sem inniheldur BHA sýrur notuð samhliða en hún djúphreinsar húðina án þess að valda ertingu.  

Í þriðja og síðasta skrefi meðferðarinnar er andoxandi og kollagenríkt serum borið á húðina til að vernda hana, gefa henni aukinn raka og teygjanleika.

Gefur sléttari húð

Meðferðin flýtir endurnýjunarferli húðarinnar og skilar sér þar með í mýkri og sléttari húð og grynnri hrukkum og línum. Hún jafnar auk þess húðlit og áferð húðar, hreinsar hana af óhreinindum og minnkar ásýnd svitahola. Meðferðin hentar öllum húðgerðum, einnig viðkvæmri húð, og veldur húðinni ekki ertingu eða öðrum aukaverkunum.

Fyrir meðferð: Raka skal skegg fyrir meðferð.

Frískar upp á þreytta húð

Fjöldi meðferða: Til að fríska upp á þreytta og líflausa húð næst góður árangur eftir stakt skipti og sést árangur strax að meðferð lokinni. Til að vinna á óhreinindum eða öðrum húðvandamálum er hins vegar mælt með að teknar séu að lágmarki 3-6 meðferðir með 2-4 vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Ef húð er án sérstakra vandamála og ætlunin einungis að viðhalda árangrinum og halda húðinni ferskri, hreinni og vel nærðri er gott að endurtaka meðferðina á 4-6 vikna fresti.

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera gott rakakrem á svæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi samdægurs.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Einnig er hægt að bóka tíma í síma
533-1320