Hollywood Glow (Andlitsljómi) er ein vinsælasta meðferðin hjá stjörnunum fyrir stóra viðburði. Meðferðin þéttir húð á andliti og hálsi ásamt því að gefa henni samstundis aukinn ljóma. Meðferðin hentar sérlega vel fyrir sérstök tilefni þar sem áhrifin koma strax í ljós.

Örvar kollagenframleiðslu

Meðferðin er framkvæmd með nær-innrauðu ljósi (NIR infrared light) sem hitar húðina á þægilegan máta og örvar kollagenframleiðslu hennar. Húðin verður þéttari og fær samstundis aukinn ljóma. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar auk þess að gera áferð hennar fallegri. Hollywood Glow er örugg og þægileg meðferð sem hentar öllum húðgerðum.

Árangur af Hollywood Glow sést strax að meðferð lokinni og er að endast í u.þ.b. 3 mánuði þegar tekin er stök meðferð. Þegar teknar eru 4 meðferðir með 1-4 vikna millibili er árangur að endast lengur, eða í u.þ.b. 6 mánuði að lokinni síðustu meðferð.

Gerir húðina frísklegri og bjartari

Fjöldi meðferða: Mælt er með að taka 4 skipti til að ná hámarksárangri og er árangur meðferðar þá jafnframt að endast lengur. Sé ætlunin einungis að fríska upp á húðina fyrir sérstakt tilefni dugir að koma í eitt skipti.

Eftir meðferð getur myndast smá roði sem varir í nokkrar klst eftir meðferð. Árangur er sjáanlegur strax að meðferð lokinni og verður húðin samstundis frísklegri og bjartari.

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið samdægurs.
  • Forðast sól og ljósabekki samdægurs.
  • Sleppa sundi samdægurs.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn samdægurs.
Einnig er hægt að bóka tíma í síma
533-1320