Hvað er Fitueyðing Ultrasound?
Fitueyðing Ultrasound er byltingarkennd húðmeðferð byggð á nýjustu tækni á sviði náttúrulegrar fitueyðingar án skurðaðgerðar. Meðferðin byggir á notkun ultrasound bylgja sem valda titringi og leiða til þess að veikburða frumuveggir fitufrumnanna rofna. Fitufrumunum er svo eytt úr líkamanum fyrir fullt og allt í gegnum sogæðakerfið. Frumuveggir annarra frumna líkamans eru mun sterkari og þola því titringinn án þess að skaðast.
Fitueyðing Ultrasound skilar varanlegum árangri svo lengi sem heilbrigðum lífsstíl er viðhaldið. Enginn sársauki fylgir meðferðinni og eru aukaverkanir litlar sem engar, sem gerir það að verkum að hægt er að fara í vinnu strax að meðferð lokinni.
Fitueyðing Ultrasound er frábær meðferð fyrir þá sem vilja losna við fitu á erfiðum svæðum án þess að fara í skurðaðgerð. Til að ná hámarksárangri er mælt með því að drekka vel af vatni samhliða meðferð.