Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Marga dreymir um að vera með heilbrigða og fallega húð. Sérfræðingar Húðfegrunar eru oft spurðir að því hvað hægt sé að gera til að bæta heilsu húðarinnar. Þess vegna höfum við tekið saman upplýsingar sem við vonum að komi sér vel fyrir þá sem hafa það að markmiði að öðlast heilbrigðari húð.

Hvað skiptir máli fyrir heilbrigði húðarinnar?

Díana, hjúkrunarfræðingur hjá Húðfegrun segir að daglegar venjur hafi mikið að segja þegar heilbrigði húðarinnar er annars vegar. „Það skiptir miklu máli að hugsa vel um sig. Borða hollan mat og sem mest ferskmeti. Drekka vel af vatni og jafnvel jurtate eða grænt te. Svo skiptir auðvitað máli að sofa vel og stunda útivist. Einnig skiptir máli að nota góð krem sem eru laus við skaðleg efni og verja húðina gegn sólinni. Þá er maður kominn með góðan grunn. Svo eru ýmsar meðferðir sem geta hjálpað til við að bæta húðheilsu og hjúkrunarfræðingar Húðfegrunar eru sérþjálfaðir í að meta hvaða meðferð hentar hverjum og einum.“

Hvaða meðferðir stuðla að heilbrigði húðarinnar?

Díana segir að Laserlyfting sé mjög öflug meðferð til að byggja upp húðina. Meðferðin styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á öllu andlitinu, augnsvæði, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt. Það sem gerir Laserlyftingu einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt í undirlagi hennar með náttúrulegum og sársaukalausum hætti.

Hydro Deluxe

Hydro Deluxe er einnig á listanum yfir meðferðir sem bæta heilbrigði húðarinnar. Meðferðin eykur ljóma húðarinnar, grynnkar línur, sléttir og eykur kollagenframleiðslu. Neauvia Organic, sem er samsett úr náttúrulegum fjölsykrum, amínósýrum og steinefnum, er sprautað grunnt víðsvegar um andlit, háls eða aðra líkamshluta og vinnur samsetning þess gegn öldrun húðarinnar, auk þess að næra hana og gefa henni ljóma og fyllingu.

Kristján er 29 ára og hefur komið í Hydro Deluxe meðferð

„Húðin mín var þunn og ég átti í sífelldri glímu við þurrk. Ég hafði einnig farið í mismunandi meðferðir til að vinna á örum eftir bólur. Ég ákvað að prófa Hydro Deluxe meðferðina, þrátt fyrir að vera viðkvæmur fyrir sársauka. Meðferðin var ekki sársaukalaus en deyfikremið hjálpaði heilmikið. Hjúkrunarfræðingurinn hjálpaði mér að slaka á og meðferðin tók frekar fljótt af. Þetta var allt þess virði því eftir Hydro Deluxe meðferðina, finnst mér húðin hafa styrkst innan frá. Ég er ekki lengur grár og gugginn heldur upplifi að húðin sé þykkari, heilbrigðari og hafi öðlast ljóma. “

Dermapen

Dermapen er meðferð sem vinnur á undirlagi húðarinnar, og örvar þar framleiðslu kollagens og elastínþráða. Kollagenuppbygging húðarinnar hefst strax að lokinni meðferð og merkja má sjáanlegan árangur með hverjum degi sem líður frá meðferð. Dermapen meðferðin þéttir og styrkir húðina og gefur henni fallegan blæ, auk þess að vinna í burtu ör, grynnka hrukkur og fínar línur. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að serum sem inniheldur náttúrulegar fjölsykrur er borið á húðina. Í kjölfarið er farið yfir ysta lag hennar með nálum Dermapen pennans sem ýtir efninu niður í undirlag húðarinnar. Breytilegum styrkleika er beitt eftir því hversu djúpt er verið að vinna á undirlagi húðarinnar.


Margrét er 22 ára og hefur lokið meðferð með Dermapen

„Ég rakst á Dermapen meðferðina á heimasíðu Húðfegrunar þegar ég var að leita að lausn við örum eftir unglingabólur. Ég var með ör í kringum munninn á mér og á kinnum sem truflaði mig oft. Ég ákvað að kaupa mér fjögur skipti í meðferðina án þess að prufa fyrst og ég er mjög ánægð með árangurinn. Þær hjá Húðfegrun mæltu með að taka allavega fjögur skipti og ég þurfti í rauninni ekki fleiri en það.
Meðferðin sjálf er mjög óþægileg á meðan henni stendur en 100% þess virði. Það er best að kaupa sér deyfikrem og bera á sig klukkutíma fyrir meðferðina.

Eftir meðferðina var ég eldrauð í andlitinu þannig að ég hef alltaf reynt að fara þegar ég veit að ég er ekki að gera neitt sama dag svo ég geti leyft húðinni að anda.

Eftir fyrstu meðferðina fann ég að húðin var frekar mjúk en sá ekki mikinn mun á örunum. En eftir því sem ég fór oftar fór ég að sjá mikinn mun og örin tóku að dofna. Húðin hélt áfram að batna löngu eftir að meðferðinni var lokið. Þær hjá Húðfegrun sögðu mér að meðferðin heldur áfram að hafa áhrif í þrjá til sex mánuði eftir meðferðina. Allt í einu tók ég eftir að örin voru nánast alveg farin.“

Húðslípun

Kristals- og demants Húðslípun örvar vöxt nýrra húðfruma og endurnýjar bandvefinn í undirlagi húðarinnar. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að ysta lag húðarinnar er fjarlægt með notkun örsmárra kristalla og demanta.

„Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin aukinn ljóma þar sem hún verður frísklegri, unglegri, og þéttari, auk þess sem svitaholur minnka. Áferð húðarinnar verður fallegri, mýkri og sléttari. Það sem gerir Húðslípun einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka hreinsun á ysta lagi húðarinnar. Meðferðin fjarlægir stíflur, óhreinindi og húðfitu sem er föst í svitaholum og fínum línum. Eftir meðferð verður húðin móttækilegri fyrir virkum efnum í kremum sem borin eru á andlitið“, segir Díana að lokum.

Elínborg er 55 ára og hefur komið fjórum sinnum í Húðslípun

„Ég ákvað að fara í Húðslípun til þeirra í Húðfegrun enda hafði ég heyrt margar vinkonur mínar dásama þessa húðmeðferð. Meðferðin tók ekki langan tíma og ég kom fjórum sinnum með viku millibili. Ég var svolítið rjóð eftir fyrstu meðferðina en roðinn varð minni eftir því sem ég fór í fleiri meðferðir. Ég er mjög ánægð með árangurinn, finnst húðin ljóma, línur hafa mýkst og finnst húðin heilbrigðari.“
Húðfegrun hjálpar þér að ná
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.

Allar meðferðir