Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Á vormánuðum sögðum við hjá Húðfegrun frá nýja húðskannanum sem við höfðum þá nýlega tekið í notkun. Bryndís Alma Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Húðfegrunar, sagði frá því að húðgreiningin uppfyllti gamlan draum sem hún hefði haft frá því hún hóf störf hjá Húðfegrun.

„Mig hafði oft dreymt um að geta sýnt viðskiptavinum áhrif öldrunar á húðina. „Margar af meðferðunum okkar hjá Húðfegrun vinna gegn öldrun húðarinnar og flestar þeirra hafa einnig mikil áhrif til langs tíma. Frá því ég hóf störf hjá Húðfegrun hefur mig oft dreymt um að geta sýnt fólki muninn á því að koma í meðferð eða að aðhafast ekkert. Nú hefur þessi draumur loksins orðið að veruleika, enda höfum við tekið í notkun hátækni húðskanna sem markar algjör tímamót“

Fyrir hverja er Húðskanninn og hver er tilgangurinn með notkun hans?

Þessi hátækni Húðskanninn metur ástand húðarinnar, þannig að hann nemur veikleika hennar og túlkar útkomuna með myndrænum hætti. Það er því hægt að sjá öldrun húðarinnar fyrir og merkja hættumerkin ef svo má segja.

Að sögn Bryndísar Ölmu er húðskanninn bæði fyrir karla og konur og munu sérfræðingar Húðfegrunar nota niðurstöðurnar úr húðskannanum til að veita persónubunda ráðgjöf byggða á þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

„Skemmtileg leið til að sjá hvernig við eldumst“

„Ég prófaði húðskannann hjá Húðfegrun og sé sannarlega ekki eftir því þar sem húðgreining er skemmtileg leið til þess að sjá öldrunarferli húðarinnar með myndrænum hætti. Ég fékk líka að sjá hvað mætti betur fara í minni húðumhirðu og hvernig hægt er að laga það. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla, þetta var bæði fróðlegt og skemmtilegt!“ - Kári Sverrisson

„Fannst gaman að sjá framtíðarmyndina af mér“

„Mér fannst mjög merkilegt og áhugavert að prófa húðskannann og komst ég að mörgu um húðina mína sem ég hafði ekki hugmynd um áður. Ég er t.d. með undirliggjandi mikinn roða og háræðaslit en sem betur fer er hægt að vinna á því með laser. Mér fannst líka gaman að sjá framtíðarmyndina af mér og vona innilega að húðin mín eldist jafn vel og hún sýndi. Ég myndi mæla með því fyrir alla að prófa húðskannann og láta koma sér à óvart.“ - Kristín Pétursdóttir
Húðfegrun hjálpar þér að ná
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.

Allar meðferðir