Húðþétting

Húðþétting er öflugasta og áhrifaríkasta meðferðin sem býðst á markaðnum til að byggja upp og þétta slappa húð sem og vinna burt appelsínuhúð.

Magasvæði - Læri - Rass - Handleggir - Andlit - Háls

Hjúkrunarfræðingur hjá Húðfegrun framkvæmir húðþéttingu á maga og mitti í klínísku umhverfi í Reykjavík. Sársaukalaus meðferð með nýjustu RF tækni sem styrkir og þéttir húð. Bókaðu faglega meðferð í dag.
Við erum opin núna (9-17)
Nærmynd af húðþéttingu þar sem notuð er háþróuð tækni til að styrkja húð á maga eftir þyngdartap eða meðgöngu. Húðfegrun notar nýjustu RF tækni fyrir örugga og árangursríka meðferð. Bókaðu tíma á klíníkunni í Reykjavík.

Hvað er Húðþétting?

Húðþétting er öflugasta og áhrifaríkasta meðferðin sem býðst á markaðnum í dag til þess að byggja upp og þétta slappa húð sem og vinna burt appelsínuhúð.

Accent Prime tæki frá Alma Lasers er notað í meðferðinni sem byggir á öflugri radiofrequency tækni. Tækið hefur það fram yfir önnur sambærileg að skila hraðari, dýpri og samfelldari hitun án þess að valda sársauka. Radiofrequency bylgjurnar frá tækinu koma vatnssameindum í húðinni á hreyfingu og skapa þannig núning á milli þeirra. Núningurinn skapar hita í vefjum líkamans og í ljósi þess hve stór hluti húðarinnar samanstendur af vatni ná vefir að draga sig saman og örva framleiðslu kollagens.

Til þess að ná sem bestum árangri þarf rakabúskapur líkamans að vera góður og því mikilvægt að huga vel að vatnsdrykkju bæði fyrir og eftir hverja meðferð. Meðferðin er örugg og sársaukalaus og hentar hún öllum húðgerðum og aldurshópum.

Þéttu og styrktu slappa húð

Húðþétting er þróuð sérstaklega til að styrkja og þétta slappa húð, hvort sem er vegna aldurs, þyngdartaps eða meðgöngu. Meðferðin vinnur djúpt niður í undirlag húðarinnar þar sem hún hjálpar vefjum að draga sig saman og örva kollagen framleiðslu sem skilar sér svo í þéttari, stinnari og sterkari húð.

Losnaðu við appelsínuhúð

Með Húðþéttingu er einnig verið að draga úr ásýnd appelsínuhúðar þar sem verið er að örva sogæðakerfið, hraða efnaskiptum og hjálpa vefjum húðarinnar að draga sig saman. Þessir þættir vinna saman að því að gefa húðinni sléttari og mýkri áferð.

Fyrirbyggðu og dragðu úr ummerkjum öldrunar

Kollagen er eitt mikilvægasta uppbyggingar prótein líkamans og með hækkandi aldri fer framleiðsla þess að hægja á sér og kjölfarið fer húðin að slappast. Húðþétting bæði fyrirbyggir og vinnur til baka öldrun húðarinnar með því að hjálpa henni að viðhalda kollagen framleiðslu sinni.

Kollagen er eitt mikilvægasta uppbyggingar prótein líkamans og með hækkandi aldri fer framleiðsla þess að hægja á sér og kjölfarið fer húðin að slappast. Húðþétting bæði fyrirbyggir og vinnur til baka öldrun húðarinnar með því að hjálpa henni að viðhalda kollagen framleiðslu sinni.

Karl liggur í rólegu klínísku umhverfi Húðfegrunar á meðan hjúkrunarfræðingur framkvæmir húðþéttingu með nýjustu laser- og RF-tækni. Meðferð sem styrkir og jafnar húð á öruggan hátt. Bókaðu faglega meðferð í Reykjavík.

Jafnaðu áferð og húðtón

Með Húðþéttingu er verið að tryggja uppbyggingu djúpt í undirlagi húðar og þannig hjálpa henni að endurnýja sig sem skilar sér í fallegri áferð og jafnari húðtón. Meðferðin mildar einnig ásýnd húðslita og öra samhliða því að þétta húðina og hentar því vel á magasvæði í kjölfar meðgöngu.

Húðþétting er oft notuð samhliða öðrum meðferðum

Til að ná fram sem mestri virkni er gott að blanda saman ólíkum meðferðum með mismunandi áherslur. Hægt er að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum Húðfegrunar til að finna þær meðferðasamsetningar sem henta þinni húð best.

Dæmi um meðferðir sem henta vel samhliða Húðþéttingu eru t.d. Fitueyðing Ultrasound þegar um er að ræða líkama eða háls og Hyaluronic Booster þegar um er að ræða andlit.

Almennar upplýsingar

Fjöldi meðferða: Til þess að ná sem bestum árangri má áætla að framkvæma þurfi meðferð í a.m.k. 4-6 skipti og að líða þarf að lágmarki tvær vikur á milli meðferða.

Árangur er að koma fram hægt og rólega í allt að 3 mánuði eftir hverja meðferð og til þess að ná sem bestum árangri er mikilvægt að heilbrigðum lífsstíl sé viðhaldið samhliða meðferðum.

Fyrir meðferð: Til að auka árangur meðferðar er mikilvægt er að drekka a.m.k. 2 lítra af vatni á dag, í lágmarki 3 daga fyrir meðferð.

Eftir meðferð: Roði og bólga geta myndast og varað í 1-2 daga en það fer eftir meðferðarsvæði. Mikilvægt er að drekka a.m.k. 2 lítra af vatni á dag, í lágmarki 3 daga eftir meðferð.

Mælt er með að bera rakagefandi krem á meðferðarsvæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð og forðast sund og líkamsrækt samdægurs. Mikilvægt er að nota sterka sólarvörn á í a.m.k. viku eftir meðferð og forðast sól eins og hægt er.

Húðþétting og Hyaluronic Booster

Samsetning þessarra meðferða hentar vel þeim sem vilja gefa þreyttri húð sem byrjuð er að slappast þéttingu, raka og ljóma. Meðferðirnar eru báðar að örva kollagenmyndun í mismunandi lögum húðarinnar, Húðþétting dýpra niður í undirlagi húðar og Hyaluronic Booster í efri lögum hennar. Alhliða þétting næst því til lengri og skemmri tíma. Samhliða aukinni þéttingu gefur Hyaluronic Booster, sem er mesotherapy meðferð, húðinni raka og ljóma og nærir hana með ýmsum steinefnum og amínósýrum.

Kona fær Hyaluronic Booster meðferð hjá Húðfegrun – fullkomið viðbót við húðþéttingu til að auka raka, styrk og þéttleika húðar. Framkvæmd af faglærðum hjúkrunarfræðingum í klínísku umhverfi. Bókaðu tíma í dag.

Fyrir og eftir myndir

 Húðþétting Þéttir og styrkir slappa húðMynd sýnir maga fyrir og eftir húðþéttingu hjá Húðfegrun. Húðin er visibly stinnari og sléttari eftir meðferð með nýjustu tækni. Fagleg húðklínik í Reykjavík – bókaðu meðferð.
Mynd sýnir árangur á maga og mitti eftir húðþéttingu. Húðin hefur þéttst og áferð orðið jafnari eftir háþróaða RF-meðferð Húðfegrunar. Bókaðu faglega húðmeðferð í Reykjavík.
Árangur húðþéttingar sést á lærum og rass þar sem húðin er sýnilega stinnari og sléttari. Húðfegrun notar nýjustu tækni fyrir náttúrulegan og öruggan árangur. Bókaðu meðferð hjá sérfræðingum.