Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

20% Páskatilboð

Vekjum upp þreyttu vetrarhúðina með hinu fullkomna páskatilboði!

Nýta tilboð
• Eyðir fitufrumum á meðferðarsvæði
• Varanlegur árangur
• Einföld og fljótleg meðferð

Fitueyðing Sprautur

Svæði: Undirhaka, upphandleggir, magi , mjaðmir, bak, læri, hné.
Frábær lausn fyrir þá sem vilja losna við fitu á erfiðum og afmörkuðum svæðum án þess að fara í skurðaðgerð.

- Varanlegur árangur án alvarlegs inngrips.
- Eyðir fitu á erfiðum og afmörkuðum svæðum.
- Vægar aukaverkanir.

Fylling í varir og hrukkur

Nýttu tækifærið - 20% afsláttur af Gelísprautun

Nýta tilboð
• Eyðir fitufrumum á meðferðarsvæði
• Varanlegur árangur
• Einföld og fljótleg meðferð

Hvað er Fitueyðing með fituleysandi efni?

Sprautumeðferð með fituleysandi efni inniheldur deoxycholic sýru en er það er sýra sem líkaminn þekkir vel þar sem hún er framleidd náttúrulega af bakteríum í þörmunum í þeim tilgangi að hjálpa til við niðurbrot fitu. 

Meðferðin er framkvæmd af Hjúkrunarfræðingum Húðfegrunar með þeim hætti að fituleysandi efni er sprautað inn í fitulag á meðferðarsvæði. Deoxycholic sýran brýtur sig niður frumuveggi fitufrumnanna og eyðist fitan sem er til staðar í fitufrumunum hægt og rólega úr líkamanum í gegnum sogæðakerfið. 

Fitueyðing með fituleysandi efni er frábær lausn fyrir þá sem vilja losna við fitu á erfiðum og afmörkuðum svæðum án þess að fara í skurðaðgerð. Meðferðin hentar því sérlega vel þeim sem lifa heilbrigðu lífi eða eru að taka sig á í mataræði og hreyfingu en finnst vanta herslumun á erfiðum svæðum.

Meðferðin er einföld og fljótleg sem hefur í för með sér vægar aukaverkanir og krefst mun minna inngrips en skurðaðgerð og er árangur varanlegur sé heilbrigðum lífsstíl viðhaldið.

Sprautumeðferð með fituleysandi efni Reykjavik

Fitueyðing á undirhöku

Undirhakan er eitt þeirra svæða sem oft er til vandræða hjá báðum kynjum þrátt fyrir heilbrigt mataræði og hreyfingu en er hún eitt vinsælasta meðferðarsvæðið í Fitueyðingu.

Algengt er að það þurfi 2-4 meðferðir á 6-8 vikna fresti þegar um meðferð á undirhöku og kjálkalínu er að ræða og er mikilvægt að kæla meðferðarsvæði vel eftir meðferð. Einnig skal nota aðhalds bindi á hverri nóttu í viku eftir meðferð.

Sprautumeðferð með fituleysandi efni,magasvæði

Fitueyðing á líkama

Fitueyðingu með fituleysandi efni má framkvæma á ýmsum svæðum á líkama. Vinsæl svæði til þess að taka eru upphandleggir, læri, bak og mjaðmir þar sem fitan virðist oft sitja þar þrátt fyrir heilbrigðan lífsstíl.

Hver sprauta (10ml) er almennt að duga á 10x10 cm svæði en hægt er að nota allt að 6 sprautur í sömu meðferð.

Sprautumeðferð með fituleysandi efni, undirhaka

Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir og eftir Fitueyðingu

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í 2-6 skipti til að ná sem bestum árangri, breytilegt er eftir meðferðarsvæði og líkamlegu ástandi hversu margar meðferðir þarf. Lágmark þarf að líða 6-8 vikur á milli meðferða en fer það eftir meðferðasvæði.

Nokkuð persónubundið er hversu fljótt árangur byrjar að koma fram og getur það verið allt frá 2-3 vikum eftir meðferð. Algengt er að það taki u.þ.b. 4 mánuði að sjá fullan árangur af meðferð.

Fyrir meðferð: Til þess að draga úr líkum á bólgu og mari eftir meðferð er gott að gera hlé á notkun magnyls og annarra blóðþynnandi lyfja í 3-5 daga fyrir meðferð sé þess kostur. Það sama á við um inntöku á lýsi og áfengis, sem bæði hafa blóðþynnandi áhrif.

Eftir meðferð: Roði getur verið til staðar í nokkrar klukkustundir eftir meðferð og getur mar einnig myndast eftir meðferð. Meðferðarsvæði bólgnar í langflestum tilfellum og getur bólga verið talsverð fyrstu dagana eftir meðferð.

Strax eftir meðferð má gera ráð fyrir að meðferðarsvæði sé aumt og viðkvæmt og getur eymsli við snertingu verið til staðar í nokkrar vikur. Dofi getur einnig verið til staðar á meðferðarsvæði fyrst eftir meðferð en hverfur með tímanum en getur tekið nokkrar vikur/mánuði. Hnúðar geta verið til staðar á meðferðarsvæði, en leysast jafnan upp á u.þ.b. mánuði.

Ráðleggingar: Mælt er með að kæla meðferðarsvæði vel fyrstu 2-3 daga eftir meðferð þar sem það dregur verulega úr bólgumyndun. Einnig er mælt með að drekka vel af vatni, sérstaklega á meðan bólga er enn til staðar. Stuðningsflíkur eru mikilvægar fyrst eftir meðferð og er mælt með notkun þeirra á meðferðarsvæði allan sólarhringinn fyrstu 3 dagana eftir meðferð og í 12 klst. á dag í viku til viðbótar.

Nota skal mildar og græðandi húðvörur á meðferðarsvæði fyrstu vikuna eftir meðferð og forðast áreynslu, sund og neyslu áfengis í sólarhring eftir meðferð. Einnig skal sleppa húðmeðferðum á meðferðarsvæði í 6 vikur eftir meðferð.

Forðast skal sól, öfgakennd veðurskilyrði, ljósabekki og gufuböð í a.m.k. 2 daga eftir meðferð. Myndist mar skal forðast framangreint á meðan það jafnar sig til að koma í veg fyrir litabreytingar. Nota skal sterka sólarvörn á meðan meðferðarsvæði jafnar sig.

Flestir geta haldið áfram með daglegt líf strax að meðferð lokinni en sé þörf á verkjastillingu eftir meðferð er mælt með inntöku á verkjalyfinu Paracetamol. Við notkun á barnamagnyl eða öðrum blóðþynnandi lyfjum er hætta á aukinni blæðingu og mari frá stungustað.

Fitueyðing með fituleysandi efni samhliða öðrum meðferðum

Fitueyðing með fituleysandi efni samhliða öðrum meðferðum

Ekki er mælt með að koma í aðrar húðmeðferðir á meðferðarsvæði í 6 vikur eftir meðferð. Á sumum meðferðarsvæðum getur það aukið árangur að koma í Fitueyðingu Ultrasound meðferðir á milli sprautumeðferða með fituleysandi efni. Ekki skal bóka tíma í ultrasound meðferð nema hafa ráðfært sig við sérfræðinga Húðfegrunar þar sem tilmæli eru mismunandi eftir meðferðarsvæðum.

Sprautumeðferð með fituleysandi efni, læri og fætur

Árangur

Fitueyðing Sprautur, árangur í andlitinu, hakaFitueyðing Sprautur, árangur í andlitinu
Fitueyðing Sprautur árangur
Fitueyðing Sprautur arangur handleggir
Eyðir fitufrumum á meðferðarsvæði
Þú getur keypt þína meðferð í
vefverslun okkar.
Kaupa meðferð

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Hringdu í okkur í síma 5331320

Bóka tíma