Hvað er Lúxus Húðslípun?
Lúxus Húðslípun er áhrifarík, þríþætt meðferð framkvæmd með DermaClear tæki frá Alma Lasers.
Í fyrsta skrefi meðferðarinnar eru dauðar húðfrumur fjarlægðar af yfirborði húðarinnar, svitaholur opnaðar og úrgangur og óhreinindi í svitaholum brotin niður með mildri slípun og notkun AHA sýra.
Í öðru skrefi meðferðarinnar eru sog og BHA sýra notuð til að djúphreinsa húðina án þess að valda ertingu og losa um og fjarlægja óhreinindi og úrgang.
Í þriðja og síðasta skrefi meðferðarinnar er andoxandi og kollagenríku serumi þrýst niður í húðina til að vernda hana og gefa henni aukinn raka og teygjanleika.