Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.
• Veitir öfluga hreinsun
• Gefur góðan raka
• Gefur frísklegt yfirbragð

DermaClear - Djúphreinsun, raki og næring

Svæði: Andlit • Háls • Bringa

DermaClear er örugg og heildræn meðferð sem inniheldur í raun þrjár húðmeðferðir í einni meðferð. Meðferðin veitir húðinni öfluga djúphreinun ásamt því að hraða endurnýjunarferli hennar, næra hana og gefa góðan raka.

• Veitir öfluga hreinsun
• Gefur góðan raka
• Gefur frísklegt yfirbragð

Hvernig virkar DermaClear?

DermaClear er alhliða, þríþætt og áhrifarík húðmeðferð, framkvæmd með DermaClear tæki frá Alma Lasers. Í meðferðinni er farið í gegnum þrjú mismunandi skref sem veita húðinni allt í senn slípun, hreinsun, raka og næringu.

Í fyrsta skrefi meðferðarinnar eru dauðar húðfrumur fjarlægðar af yfirborði húðar, svitaholur opnaðar og óhreinindi í þeim brotin niður með notkun AHA sýra og mildri slípun.

Í öðru skrefi meðferðarinnar er sog og BHA sýra notuð til þess að djúphreinsa húðina og losa þannig um og fjarlægja óhreinindi.

Í þriðja og síðasta skrefi meðferðarinnar er andoxandi og kollagen ríku serumi þrýst niður í húðina til þess að vernda hana og gefa henni aukin raka og teygjanleika.

fylliefni hrukkur og linur reykjavik
fylliefni hrukkur og linur reykjavik

Djúphreinsun, raki og næring

DermaClear er sérlega góð til þess að viðhalda heilbrigði húðar og sporna gegn öldrun hennar. Mild slípun, öflugt sog og ávaxtasýrur vinna saman að því að fjarlægja dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðar. Meðferðin flýtir fyrir endurnýjunarferli húðarinnar, jafnar húðlit hennar, örvar nýmyndun kollagens og blóðflæði til húðar sem svo skilar sér í mýkri og sléttari húð ásamt grynnri hrukkum og fínum línum.

DermaClear hefur sótthreinsandi, bólgueyðandi og róandi áhrif á húðina og hentar því einstaklega vel fyrir bóluhúð, þurra húð, viðkvæma og rósroðahúð. Hún kemur jafnvægi á sýrustig og olíuframleiðslu húðar sem sem getur dregið úr líkum á bólumyndun. Meðferðin jafnar áferð húðarinnar og dregur úr sýnileika grófra svitahola.

- Veitir öfluga húðhreinsun
- Vinnur vel á bólum og fílapennslum
- Þéttir opnar svitaholur
- Örvar kollagen framleiðslu
- Eykur rakastig húðar og myndar filmu yfir henni sem kemur í veg fyrir rakatap.
- Veitir húðinni ýmis næringarefni sem fríska upp á húð
- Gefur húðinni heilbrigt yfirbragð og fallegan ljóma.
- Hefur bólgu og róandi áhrif á húð
- Mildar litabreytingar t.d. sólarskemmdir og öldrunarbletti
fylliefni hrukkur og linur reykjavik
fylliefni hrukkur og linur reykjavik

Almennar upplýsingar

Fjöldi meðferða: Til að fríska upp á þreytta og líflausa húð næst góður árangur eftir stakt skipti og sést árangur strax að meðferð lokinni. Til að vinna á óhreinindum eða öðrum húðvandamálum er hins vegar mælt með að teknar séu að lágmarki 4-6 meðferðir með 2-4 vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Ef húð er án sérstakra vandamála og ætlunin einungis að viðhalda árangri og halda húðinni ferskri, hreinni og vel nærðri er gott að endurtaka meðferðina á 1-2 mánaða fresti.

Fyrir meðferð: Sértu á bólulyfjum er mælt með að ráðfara sig við meðferðaraðila áður en meðferð er bókuð og einnig er mælt með að raka skegg fyrir meðferð.

Eftir meðferð: Í flestum tilfellum er einungis um að ræða hita og roða í húð samdægurs. Sé húð mjög viðkvæm geta myndast grunnir marpunktar þar sem húðin er þynnst, en þeir hverfa smám saman á nokkrum dögum. Meðferðin veldur ekki ertingu eða öðrum aukaverkunum.

Mælt er með því að bera gott rakakrem á meðferðarsvæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku. Húðin er viðkvæmari fyrir sól fyrst eftir meðferð og því er mælt með að nota sterka sólarvörn og forðast sól eins og hægt er fyrstu vikuna eftir meðferð. Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi í sólarhring eftir meðferð.

DermaClear - Lúxus Húðslípun hentar vel samhliða öðrum húðmeðferðum

DermaClear - Lúxus Húðslípun hentar vel samhliða mörgum húðmeðferðum. Húðmeðferðir skila almennt betri árangri þegar rakastig húðar er gott og er Lúxus Húðslípun því gjarnan notuð til að undirbúa húð fyrir lasermeðferðir og auka áhrif þeirra. Hægt er að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum Húðfegrunar til að finna þær meðferðasamsetningar sem henta þinni húð best.

Dæmi um meðferðir sem henta alltaf vel samhliða meðferðinni eru t.d. Laserlyfting, Gelísprautun, Húðslípun og Rósroðameðferð.

Árangur

Skilvirk húðmeðferð - Hreinsun, raki og ljómi
 Lúxus Húðslípun Hreinsar og gefur aukinn raka Lúxus Húðslípun Hreinsar og gefur aukinn raka
Þú getur keypt þína meðferð í vefverslun okkar.
Kaupa meðferð

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Hringdu í okkur í síma 5331320

Bóka tíma