Húðslípun er mjög áhrifarík og örugg húðmeðferð sem framkvæmd er með Silk Peel húðslípunartæki. Um er að ræða heildræna húðmeðferð án skurðaðgerðar. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að ysta lag húðarinnar er fjarlægt með notkun örsmárra kristalla og demanta.

Bætir ásýnd húðar og hjálpar henni að endurheimta ljóma sinn

Meðferðin fjarlægir dauðar húðfrumur af ysta lagi húðar og örvar vöxt frumna og bandvefs í undirlagi húðarinnar. Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin aukinn ljóma þar sem hún verður frísklegri, unglegri, og þéttari, auk þess sem dregur úr ásýnd svitahola. Áferð húðarinnar verður fallegri, mýkri og sléttari.
Það sem gerir Húðslípun einstaka er tæknin, sem tryggir örugga og árangursríka hreinsun á ysta lagi húðarinnar. Meðferðin fjarlægir stíflur, óhreinindi og húðfitu sem eru föst í svitaholum og fínum línum. Að meðferð lokinni verður húðin móttækilegri fyrir virkum efnum í kremum sem borin eru á andlitið. Þessi einstaka húðmeðferð bætir ásýnd húðarinnar og hjálpar henni að endurheimta ljóma sinn.

Þéttir og styrkir eldri húð

Meðferðin bætir áferð húðarinnar og vinnur gegn öldrun hennar. Eldri húð sem farin er að þynnast þéttist og styrkist. Á milli meðferða verða stöðugar framfarir og er sjáanlegur munur eftir hvert skipti. Húðslípun er árangursrík meðferð sem hentar öllum aldri og húðgerðum.

Frískar upp á þreytta húð

Fjöldi meðferða: Til að fríska upp á þreytta húð næst góður árangur eftir staka meðferð. Til að vinna á óhreinindum eða öðrum húðvandamálum er hins vegar mælt með að teknar séu 3-6 meðferðir með 1-2 vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Sé húð mjög óhrein og/eða örótt er mælt með að taka að lágmarki 6 meðferðir með 3 vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Alltaf þarf að líða a.m.k. vika á milli meðferða.

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera gott rakakrem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. 3 daga.
  • Forðast sund í a.m.k. sólarhring.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.
Einnig er hægt að bóka tíma í síma
533-1320