Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Nýttu þér sumartilboð á Húðþéttingu og fitueyðingu

• Þéttir og styrkir húð
• Vinnur burt ör eftir bólur
• Gefur bjartara yfirbragð

Dermapen - Áhrifarík míkrónála meðferð

Svæði: Andlit • Háls • Bak

Vinnur á bóluörum og grófum svitaholum | Þéttir, styrkir og stinnir húð | Jafnar húðtón og gefur bjartara yfirbragð | Grynnkar hrukkur og fínar línur

Fylling í varir og hrukkur

Nýttu tækifærið - 20% afsláttur af Gelísprautun

Nýta tilboð
• Dregur úr hrukkum og línum
• Vinnur burt ör eftir bólur
• Gefur bjartara yfirbragð

Hvað er Dermapen?

Dermapen (e. microneedling) er áhrifarík míkrónálameðferð sem eingöngu er hægt að framkvæma á stofu. Húðfegrun notar nýjustu og öflugustu útgáfu Dermapen meðferðar sem býðst á markaðnum og skilar hún sér í betri árangri, meira öryggi og nákvæmni, minni sársauka og styttri meðferðartíma.

Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að serum sem inniheldur náttúrulegar fjölsykrur er borið á húðina. Í kjölfarið er seruminu þrýst niður í undirlag húðar með örfínum nálum og húð sködduð án þess að valda varanlegum skaða eða öramyndun. Nálarnar koma náttúrulegri viðgerðarstarfsemi húðarinnar í gang, bandvefsfrumur sem framleiða kollagen og elastín örvast og nýmyndun þessara uppbyggingarpróteina á sér stað.

Meðferðin hentar öllum húðgerðum og aldurshópum og hana má nota til að vinna á fjölda mismunandi húðvandamála. Aðlaga má styrk meðferðar eftir því hver tilgangur hennar er. Til að vinna á örum, húðslitum, djúpum hrukkum og til að þétta og styrkja slappa húð er unnið dýpra niður í undirlag húðar en sé ætlunin að meðhöndla opnar svitaholur, fílapensla, litabreytingar og fínar línur nægir minni styrkur.

Jafnaðu áferð og húðtón

Dermapen gefur ysta lagi húðarinnar fallegan ljóma og bjart yfirbragð. Meðferðin gerir ásýnd húðarinnar sléttari og jafnari með því að vinna á fílapenslum og grófum svitaholum, örva frumuendurnýjun í ysta laginu, jafna húðtón og milda litabreytingar. Sé ætlunin einungis að jafna áferð og húðtón er hægt að beita minni styrkleika og ætti húð því að vera tiltölulega fljót að jafna sig, eða að hámarki 2-3 daga.

Dragðu úr og spornaðu gegn öldrun húðar

Dermapen er öflug meðferð til að fyrirbyggja og vinna til baka öldrun húðar. Hún örvar framleiðslu kollagens og elastíns, uppbyggingarpróteina húðarinnar, sem líkaminn framleiðir minna og minna af eftir því sem við eldumst. Í kjölfar meðferðar fer húð að þéttast, styrkjast og stinnast og hrukkur og fínar línur að dofna. Einnig vinnur Dermapen á öldrunarblettum og sólarskemmdum sem gjarnan birtast með aldrinum. Að lokum má nefna að pokar undir augum mildast og augnsvæði verður bjartara og opnara, sem gefur andlitinu unglegra og frísklegra yfirbragð.

Vinna má misdjúpt niður í undirlagið eftir ástandi húðar. Sé um unga húð að ræða og tilgangur fyrst og fremst að viðhalda starfsemi hennar, fyrirbyggja öldrun og jafnvel vinna til baka fyrstu ummerki öldrunar, líkt og fínar línur, má vinna grynnra og er húðin þá að jafnaði 2-3 daga að jafna sig eftir meðferð. Séu hrukkur orðnar dýpri og húð farin að slappast gefur meiri árangur að vinna dýpra niður í undirlag húðarinnar og getur það þá tekið húðina allt að viku að jafna sig.

Losnaðu við bóluör

Dermapen er öflugasta meðferð Húðfegrunar til að vinna á örum eftir bólur, en hún vinnur einnig á öðrum örum og húðslitum. Þegar unnið er á örum er farið með nálarnar djúpt niður í undirlag húðar þar sem örið er staðsett til að brjóta niður ónýtu húðina og byggja upp nýja og heilbrigða húð. Þar sem háum styrkleika er jafnan beitt þegar unnið er á örum getur húðin verið aðeins lengur að jafna sig og borið á roða, bólgu og jafnvel mari í allt að viku eftir meðferð.

Dragðu úr og spornaðu gegn öldrun húðar

Dermapen er öflug meðferð til að fyrirbyggja og vinna til baka öldrun húðar. Hún örvar framleiðslu kollagens og elastíns, uppbyggingarpróteina húðarinnar, sem líkaminn framleiðir minna og minna af eftir því sem við eldumst. Í kjölfar meðferðar fer húð að þéttast, styrkjast og stinnast og hrukkur og fínar línur að dofna. Einnig vinnur Dermapen á öldrunarblettum og sólarskemmdum sem gjarnan birtast með aldrinum. Að lokum má nefna að pokar undir augum mildast og augnsvæði verður bjartara og opnara, sem gefur andlitinu unglegra og frísklegra yfirbragð.

Vinna má misdjúpt niður í undirlagið eftir ástandi húðar. Sé um unga húð að ræða og tilgangur fyrst og fremst að viðhalda starfsemi hennar, fyrirbyggja öldrun og jafnvel vinna til baka fyrstu ummerki öldrunar, líkt og fínar línur, má vinna grynnra og er húðin þá að jafnaði 2-3 daga að jafna sig eftir meðferð. Séu hrukkur orðnar dýpri og húð farin að slappast gefur meiri árangur að vinna dýpra niður í undirlag húðarinnar og getur það þá tekið húðina allt að viku að jafna sig.

Jafnaðu áferð og húðtón

Dermapen gefur ysta lagi húðarinnar fallegan ljóma og bjart yfirbragð. Meðferðin gerir ásýnd húðarinnar sléttari og jafnari með því að vinna á fílapenslum og grófum svitaholum, örva frumuendurnýjun í ysta laginu, jafna húðtón og milda litabreytingar. Sé ætlunin einungis að jafna áferð og húðtón er hægt að beita minni styrkleika og ætti húð því að vera tiltölulega fljót að jafna sig, eða að hámarki 2-3 daga.

Betri árangur og minni aukaverkanir
með Lúxus Dermapen

Húðfegrun býður einnig upp á svokallaða Lúxus Dermapen meðferð, en þá er græðandi og rakagefandi kælimaski, þróaður af framleiðendum Dermapen tækninnar, settur á húðina strax að meðferð lokinni. Maskinn kælir og nærir húðina eftir meðferð, dregur úr sviða, bólgu og roða, eykur árangur meðferðar og hraðar bataferli húðar. Hann inniheldur m.a. koparpeptíð sem hjálpa til við að örva framleiðslu kollagens enn frekar, zinc og B5-vítamín sem hjálpa til við að styrkja verndarlag húðarinnar og náttúrulegar fjölsykrur sem gefa húðinni góðan raka.

Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir og eftir Dermapen

Fjöldi meðferða: Mælt er með að teknar séu a.m.k. 4-6 meðferðir til að ná sem bestum árangri. Framkvæma má meðferð með 2-6 vikna millibili, eftir því hversu djúpt niður í undirlag húðarinnar er unnið með nálunum.

Kollagenuppbygging húðar hefst strax að meðferð lokinni og er einstaklingurinn að sjá meiri og meiri árangur með hverjum degi eftir meðferð. Almennt tekur um 4-6 vikur að sjá endanlegan árangur af hverri meðferð.

Fyrir meðferð: Til að draga úr sársauka á meðan á meðferð stendur er mælt með að bera deyfikrem á meðferðarsvæði um klukkustund fyrir meðferð.

Eftir meðferð: Eftir að meðferð er framkvæmd myndast roði og bólga sem geta varað frá 2-3 dögum og upp í viku, eftir styrkleika meðferðar og húðgerð. Eðlilegt er að flagna fyrstu dagana eftir meðferð þar sem húðin er að endurnýja sig. Í einstaka tilfellum getur myndast mar eftir meðferð. Nauðsynlegt er að gefa húðinni góðan raka fyrstu 3 dagana eftir meðferð.

Mikilvægt er að bera græðandi krem eða serum á svæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku eftir meðferð og mælum við með Phyto Corrective Gel frá SkinCeuticals.

Forðast skal sól eins og hægt er í a.m.k. viku eftir meðferð og nota sterka sólarvörn (að lágmarki SPF 30). Einnig skal sleppa líkamsrækt samdægurs og sundi í a.m.k. 4 daga.

Dermapen er oft notuð samhliða öðrum meðferðum

Til að ná fram enn betri og heildstæðari árangri er hægt að framkvæma Dermapen samhliða öðrum húðmeðferðum. Leita má ráðgjafar hjá sérfræðingum Húðfegrunar til að finna þær meðferðasamsetningar sem henta þinni húð best og ákvarða hversu langur tími skuli líða á milli meðferða.

Árangur

 Dermapen meðferð reykjavik
Dermapen (e. microneedling) meðferð er byltingarkennd húðmeðferð sem eingöngu er hægt að framkvæma á stofu.
Þú getur keypt þína meðferð í vefverslun okkar.
Kaupa meðferð

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Hringdu í okkur í síma 5331320

Bóka tíma