Fleiri síður
Venjulegar húðvörur duga oft skammt í baráttunni við unglingabólur, fílapensla, opnar svitaholur og feita húð. Við hjá Húðfegrun útbúum meðferðaplan sérsniðið að þörfum viðskiptavina og gefum ráðleggingar varðandi húðvörunotkun með það í huga að hjálpa hverjum og einum viðskiptavini að vinna á þeim húðvandamálum sem hann/hún er að glíma við.
Áhrifarík og örugg húðmeðferð | Húðslípun er framkvæmd með tvíþættri tækni sem hjálpar húðinni að hreinsa og endurnýja sig, auk þess að þétta hana og styrkja.
Endurnýjun á ysta lagi húðarinnar | Laser Peeling er ein öflugasta meðferðin á markaðnum til að bæta áferð á ysta lagi húðarinnar og til að draga úr djúpum og grunnum línum. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða öflugt "peeling" á ysta lagi húðarinnar sem gerir það að verkum að ysta lag húðarinnar endurnýjar sig. Meðferðin vinnur einnig djúpt niður í undirlag húðarinnar.
Byltingarkennd meðferð byggð á nýjustu tækni | Dermapen húðmeðferð byggir á nýjustu tækni á sviði microneedling meðferða. Vinnur burt bóluör, grynnkar hrukkur og þéttir húðina.
Bætir áferð og gefur bjartara yfirbragð | Ávaxtasýrumeðferð er örugg og áhrifarík meðferð sem bætir áferð húðarinnar, þéttir hana og styrkir og jafnar húðtón. Einnig dregur hún úr hrukkum og fínum línum, nærir húðina og gefur henni bjartara yfirbragð.
Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.
Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið.
Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.