Hvað er Húðþétting?
Húðþétting er öflugasta og áhrifaríkasta meðferðin sem býðst á markaðnum til að byggja upp og þétta slappa húð og vinna burt appelsínuhúð. Meðferðin er framkvæmd með Accent Prime tæki frá Alma Lasers sem byggir á markvissri og öflugri radiofrequency tækni og hefur það framyfir önnur tæki á markaðnum að skila hraðari, dýpri og samfelldari hitun án nokkurs sársauka.
Radiofrequency bylgjurnar frá tækinu koma vatnssameindum í húðinni á hreyfingu og skapa núning þeirra á milli. Núningurinn skapar hita í vefjum líkamans og í ljósi þess hve stór hluti húðarinnar samanstendur af vatni ná vefir að draga sig verulega saman og örva framleiðslu kollagens sem skilar sér í þéttari og stinnari húð. Til að ná sem bestum árangri þarf rakabúskapur líkamans að vera góður og því mikilvægt að huga vel að vatnsdrykkju fyrir og eftir hverja meðferð.
Meðferðin er örugg og sársaukalaus og hentar öllum húðgerðum og aldurshópum.