Myndræn sýn á yfirvofandi öldrunarferli húðarinnar

Húðskanninn sem við notum býður upp á nýjustu tækni frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði húðgreiningar. Húðskanninn aðstoðar sérfræðinga við að greina ástand húðarinnar og veita þar með betri ráðleggingar um meðferðarmöguleika og húðvörunotkun, bæði í því skyni að fyrirbyggja og vinna til baka húðskemmdir og önnur húðvandamál. Einnig má nota húðskannann til að greina árangur sem náðst hefur á milli húðmeðferða.

Alhliða greining á ástandi þinnar húðar

Á meðan á Húðgreiningu stendur sér viðskiptavinur með myndrænum hætti húðskemmdir og vandamál í undirlögum húðarinnar. Einnig er framkölluð hreyfimynd sem sýnir yfirvofandi öldrunarferli húðarinnar næstu áratugina. Að greiningu lokinni fær viðskiptavinur útprentaða skýrslu með myndum og skýringum.