Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir og eftir Háreyðingu
Fjöldi meðferða ræðst m.a. af umfangi hárvaxtar, meðferðarsvæði, gróf- og þéttleika hárs og háralit. Algengt er að það þurfi að lágmarki 6-10 meðferðir til að sjá góðan árangur og þurfa að lágmarki 6 vikur að líða á milli meðferða.
Fyrir meðferð: Mikilvægt er að vaxa/plokka ekki svæðið á milli meðferða því það getur dregið úr árangri meðferðar. Raka þarf meðferðarsvæðið 1-2 dögum fyrir meðferð þar sem hárin þurfa að vera styttri en 0,2 mm þegar meðferð er framkvæmd. Meðferðin er ekki æskileg á meðan roði og hiti eru í húð eftir sól eða hún sólbrunnin. Einnig skal passa að vera ekki með brúnkukrem af neinu tagi eða leifar þess á meðferðarsvæði þegar komið er í meðferð.
Eftir meðferð: Mælt er með því að bera græðandi krem (t.d. Aloe vera eða Penzim) á svæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð. Mikilvægt er að nota sterka sólarvörn í a.m.k. viku eftir meðferð og forðast sól eins og hægt er. Gott er einnig að sleppa líkamsrækt samdægurs og sundi í 1-2 daga. Eftir 2-3 daga má raka/klippa hárin á meðferðarsvæðinu.
Að meðferð lokinni er algengt að hiti og roði séu til staðar í húð á meðferðarsvæði samdægurs.
Eftir hverja meðferð er hluti háranna sem detta af varanlega horfinn, auk þess sem meðferðin hægir á hárvexti þeirra hára sem eftir verða. Hárin detta af á ca. 7-12 dögum.