Við búum yfir 23 ára reynslu í húðmeðferðum.
• Gerir áferð húðar fallegri
• Vinnur burt unglingabólur
• Hreinsar óhreina húð

Húðslípun

Svæði: Andlit • Háls • Bringa • Bak • Líkami

Alhliða, áhrifarík og örugg meðferð | Örvar starfsemi húðarinnar | Þéttir, styrkir og mýkir húð| Hjálpar húð að hreinsa og endurnýja sig.

• Jafnar áferð og húðtón
• Þéttir og styrkir húðina
• Vinnur á óhreinni húð

Hvað er Húðslípun?

Húðslípun er mjög áhrifarík og örugg húðmeðferð sem framkvæmd er með Silk Peel húðslípunartæki. Tvíþættri tækni er beitt, grófslípun með kristalsögnum og fínslípun með demantsstúti. Meðferðin hreinsar burt dauðar húðfrumur af ysta lagi húðar, örvar blóðflæði til húðar og kemur af stað endurnýjunarferli húðfrumna í ysta lagi húðar.

Tilgangur Húðslípunar

Húðslípun er alhliða meðferð sem tryggir árangursríka hreinsun á ysta lagi húðar með því að fjarlægja stíflur, óhreinindi og húðfitu sem föst eru í svitaholum og fínum línum. Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin aukinn ljóma þar sem hún verður frísklegri, unglegri, og þéttari, auk þess sem dregur úr ásýnd svitahola. Áferð húðarinnar verður fallegri, mýkri og sléttari. Að meðferð lokinni verður húðin móttækilegri fyrir virkum efnum í kremum sem borin eru á andlitið.

Húðslípun hentar öllum aldurshópum og húðgerðum þar sem hún hjálpar yngri húð að hreinsa sig og viðhalda sér og þéttir og styrkir eldri húð sem farin er að þynnast.

Frískaðu upp á húðina og viðhaltu heilbrigði hennar

Í ljósi þess hve örugg og alhliða meðferð Húðslípun er hentar hún vel til að fríska upp á þreytta húð, gefa henni ljóma, viðhalda heilbrigði og örva starfsemi hennar. Stök meðferð getur dugað til að fríska upp á húðina en til að viðhalda áhrifum Húðslípunar er gott að koma í meðferð á 1-2 mánaða fresti

Hreinsaðu húðina og komdu henni í jafnvægi

Húðslípun fjarlægir dauðar húðfrumur, óhreinindi og húðfitu af yfirborði húðar, úr svitaholum og hrukkum og línum. Einnig kemur hún jafnvægi á olíuframleiðslu húðar, þéttir svitaholur og minnkar ásýnd grynnri bóluöra. Til að vinna á óhreinindum í húð er algengt að teknar séu 4-6 meðferðir með 1-2 vikna millibili. Sé húð mjög óhrein og áferð hennar gróf er mælt með því að taka að lágmarki 6 meðferðir með 3 vikna millibili. Til að viðhalda góðu jafnvægi í húð er gott að koma í viðhaldsmeðferð á nokkurra mánaða fresti. Ekki er mælt með að koma í meðferðina sértu með sýktar unglingabólur (e. active acne). Er þá betra að

ná sýkingu niður áður en meðferð í Húðslípun er hafin. Einnig er mælt með að ráðfæra sig við meðferðaraðila áður en meðferð er bókuð sértu á bólulyfjum.

Jafnaðu áferð og húðtón

Húðslípun jafnar áferð og húðtón og er mjög áhrifarík þegar kemur að því að þétta grófar svitaholur. Hún mildar einnig grunn ör og litamismun og gerir húðina mýkri og sléttari. Til að sjá góðan árangur á áferð og húðtón mælum við með að koma í meðferðina a.m.k. 4-6 sinnum með 1-2 vikna millibili.

Þéttu og styrktu eldri húð

Með aldrinum fer húðin að þynnast og slappast en hægt er að þykkja hana, þétta og styrkja með því að koma reglulega í Húðslípun. Til að viðhalda þéttri húð, milda hrukkur og línur og halda þeim í skefjum er mælt með að koma í meðferðina á 1-2 mánaða fresti.

Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir og eftir Húðslípun

Fjöldi meðferða: Til að fríska upp á vandamálalausa húð næst góður árangur eftir staka meðferð. Til að vinna á óhreinindum eða öðrum húðvandamálum er hins vegar mælt með að teknar séu 4-6 meðferðir með 1-2 vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Sé húð mjög óhrein og/eða örótt er mælt með að taka að lágmarki 6 meðferðir með 3 vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Sé tilgangur meðferðar að viðhalda heilbrigði húðar er gott að koma í meðferð á 1-2 mánaða fresti. Alltaf þarf að líða a.m.k. vika á milli meðferða.

Fyrir meðferð: Mælt er með að raka skegg fyrir meðferð.

Eftir meðferð: Í flestum tilfellum er einungis um að ræða hita og roða í húð samdægurs. Í sumum tilfellum er húð þurrari fyrstu dagana eftir meðferð og því mikilvægt að nota gott rakakrem tvisvar á dag í viku eftir meðferð. Sé húð mjög viðkvæm geta myndast grunnir marpunktar þar sem húðin er þynnst, en þeir hverfa smám saman á nokkrum dögum.

Húðin er viðkvæmari fyrir sól fyrst eftir meðferð og því er mælt með að nota sterka sólarvörn og forðast sól eins og hægt er fyrstu vikuna eftir meðferð. Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi í sólarhring eftir meðferð.

Húðslípun er oft notuð samhliða öðrum meðferðum

Húðslípun hentar vel samhliða nær öllum húðmeðferðum. Þar sem meðferðin vinnur vel á ysta lagi húðarinnar og gefur því fallegt og heilbrigt yfirbragð er gjarnan mælt með henni samhliða meðferðum sem vinna dýpra niður í undirlag húðarinnar. Næst þá enn betri og heildstæðari árangur þar sem verið er samhliða er verið að örva mismunandi lög húðarinnar. Hægt er að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum Húðfegrunar til að finna þær meðferðasamsetningar sem henta þinni húð best. Dæmi um meðferðir sem henta alltaf vel samhliða Húðslípun eru t.d. Laserlyfting, Gelísprautun, Lúxus Húðslípun og Ávaxtasýrur.

Árangur

Húðslípun er besta Húðhreinsun unglingar
Húðslípun Húðmeðferð reykjavik
Húðslípun er mjög áhrifarík og örugg húðmeðferð
Kaupa meðferð
Einnig er hægt að bóka
tíma í síma
533-1320

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Hringdu í okkur í síma 5331320

Bóka tíma