Hvað er Húðslípun?
Húðslípun er mjög áhrifarík og örugg húðmeðferð sem framkvæmd er með Silk Peel húðslípunartæki. Tvíþættri tækni er beitt, grófslípun með kristalsögnum og fínslípun með demantsstúti. Meðferðin hreinsar burt dauðar húðfrumur af ysta lagi húðar, örvar blóðflæði til húðar og kemur af stað endurnýjunarferli húðfrumna í ysta lagi húðar.
Tilgangur Húðslípunar
Húðslípun er alhliða meðferð sem tryggir árangursríka hreinsun á ysta lagi húðar með því að fjarlægja stíflur, óhreinindi og húðfitu sem föst eru í svitaholum og fínum línum. Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin aukinn ljóma þar sem hún verður frísklegri, unglegri, og þéttari, auk þess sem dregur úr ásýnd svitahola. Áferð húðarinnar verður fallegri, mýkri og sléttari. Að meðferð lokinni verður húðin móttækilegri fyrir virkum efnum í kremum sem borin eru á andlitið.
Húðslípun hentar öllum aldurshópum og húðgerðum þar sem hún hjálpar yngri húð að hreinsa sig og viðhalda sér og þéttir og styrkir eldri húð sem farin er að þynnast.