Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

„Sumarið er tíminn, þegar kvenfólk springur út, og þær ilma, af dulúð og sól, ójá,“ söng Bubbi Mortens um árið. Á tímum jafnréttis er gott að yfirfæra þetta yfir á bæði konur og karla. Sumarið er tíminn þar sem við njótum þess að vera utandyra og sleikja sólina. En hvað þurfum við að hafa í huga til að gæta að heilbrigði húðarinnar yfir sumartímann?

Bryndís Alma, framkvæmdastjóri Húðfegrunar hefur fimm ráð fyrir lesendur sem vilja auka heilbrigði húðarinnar í sumar.

1. Góð sólarvörn

Það kemur sennilega engum á óvart að sólarvörn er efst á listanum yfir það sem er húðinni mikilvægt á sumrin. Mörg dagkrem innihalda sólarvörn og auk þess fæst sólarvörn sem er sérstaklega ætluð til notkunar í andliti. Hjúkrunarfræðingar Húðfegrunar mæla með notkun sólarvarnar með að minnsta kosti 30 SPF vörn sem ver bæði fyrir UVA OG UVB geislum. Gott er að bera vel á sig um 15 mínútum áður en farið er út í sólina. Svo þarf að muna að bæta á sig vörn reglulega yfir daginn. Einnig er ráðlegt að fjárfesta í góðri vatsheldri sólarvörn til notkunar fyrir sjóböð og sundlaugarferðir.

2. Gott rakakrem

Húðin þornar gjarnan yfir sumartímann og því er mikilvægt að nota gott rakakrem. Brynds Alma mælir með notkun á léttara kremi yfir sumartímann og feitara kremi yfir vetrartímann. „Mitt uppáhaldskrem yfir sumartímann er Neuavia Rebalancing cream light. Svo ber ég gjarna á mig serum eins og EGF serum dropa eða ZoPure serum fyrir svefninn. Ef húðin er viðkvæm eða útbrot gera vart við sig, nota ég Retinoids serum frá Neauvia, sem er algjört undur.“

Huga þarf sérstaklega að rakastigi húðarinnar á svæðinu í kringum augun. Bryndís Alma segir að til að halda húðinni á augnsvæðinu fallegri, sé ráðlegt að nota sérstakt augnserum og krem. „Gott er að nudda Countour Eye Serum frá Neauvia varlega inn í húðina, kvölds og morgna.“

3. Vatnsdrykkja

Það skiptir máli að drekka vel af vatni yfir sumartímann til að viðhalda rakastigi húðarinnar og koma í veg fyrir þurrk. Vatnsdrykkja hjálpar til við að halda húðinni ungri og ferskri.

Bryndís Alma mælir með að drekka tvo lítra af vatni daglega. Hún bendir einnig á að gott sé að drekka kókosvatn inn á milli, þar sem það inniheldur mikið magn af steinefnum og söltum sem tapast þegar við svitnum og reynum á okkur.

Bryndís Alma bendir á að rannsóknir hafa sýnt að vatnsdrykkja kemur ekki í staðinn fyrir notkun á rakakremi og því sé mikilvægt að drekka bæði nóg af vatni og nota gott rakakrem til að halda húðinni heilbrigðri.

4. Hrein og góð fæða

Hrein fæða hjálpar til við að viðhalda heilbrigði húðarinnar. Þar hefur neysla grænmetis og ávaxta mikið að segja. Gott er að neyta koffíns og áfengra drykkja í

hófi en drykkir af báðu tagi er vökvalosandi og dregur þar af leiðandi úr rakamyndun í húðinni.

5. Meðferðir

Við hjá Húðfegrun bjóðum ýmsar meðferðir sem hjálpa til við að viðhalda heilbrigðri húð og aðrar sem vinna gegn skemmdum sem kunna að hafa orðið á húðinni. Bryndís Alma minnir á að hjúkrunarfræðingar Húðfegrunar eru sérþjálfaðir í að meta hvaða meðferð hentar hverjum og einum.


Heilbrigð og falleg húð án farða

Margir þeirra sem leita til Húðfegrunar á þessum tíma árs velta því fyrir sér hvaða meðferðir henti til að undirbúa húðina fyrir sumarfríið. Konur vilja gjarnan geta notið þess að fara í frí án þess að þurfa að huga að förðun og þá skiptir máli að húðin geisli af heilbrigði. Bryndís Alma, framkvæmdastjóri Húðfegrunar segir að vinsælustu meðferðirnar fyrir sumarið séu Laserlyfting og Húðslípun. „Laserlyfting er frábær fyrir þá sem vilja styrkja slappa húð og vinna til baka hrukkur eða línur, ásamt því að vera góð fyrir þá sem vilja fyrirbyggja slappleika húðar. Nýja meðferðin okkar, Hollywood Glow eða Andlitsljómi, hefur einnig slegið í gegn og mikið verið bókað í hana að undanförnu. Hollywood Glow er frábær meðferð fyrir þá sem vilja auka þéttleika húðar og fá samstundis aukinn ljóma. Hún hentar því mjög vel fyrir sumarfríið.“


Varanleg háreyðing fyrir sumarið

Varanleg háreyðing er einnig mjög vinsæl meðferð á þessum árstíma. Sífellt fleiri nýta sér þessa umhverfisvænu lausn sem losar þig við rakvélar og aðra hvimleiða umhverfisspilla fyrir fullt og allt.

Bryndís Alma segir nýja háreyðingartæki Húðfegrunar njóta mikilla vinsælda en það getur eytt öllum litbrigðum af hárum: ljósum, millilitum og dekkri, með varanlegum hætti. „Lasergeislinn í nýja háreyðingartækinu nemur hárin á mismunandi vaxtarstigum. Auk þess er nú hægt að eyða fíngerðum ljósari hárum fyrir fullt og allt, sem er algjör bylting“, segir Bryndís Alma að lokum.

Húðfegrun hjálpar þér að ná
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.

Allar meðferðir