Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Nýttu þér sumartilboð á Húðþéttingu og fitueyðingu

• Grynnkar hrukkur og línur
• Gerir ysta lag húðarinnar fallegra
• Eykur kollagenframleiðslu

Embrium YAG Laser - Veitir húðinni öfluga endurnýjun

Svæði: Andlitið - háls - bringa

Embrium YAG Laser er öflug og örugg lasermeðferð. Meðferðin örvar kollagen og elastín framleiðslu djúpt í undirlagi húðar en á sama tíma endurnýjar hún ysta lagið með 2940nm bylgjulengd. Meðferðin skilar því alhliða árangri þar sem hún bæði styrkir og þéttir húð en jafnar einnig áferð hennar.

Fylling í varir og hrukkur

Nýttu tækifærið - 20% afsláttur af Gelísprautun

Nýta tilboð
• Bætir ásýnd ysta lags húðar
• Grynnkar hrukkur og línur
• Örvar kollagenframleiðslu

Hvernig virkar Embrium YAG Laser?

Embrium YAG Laser  er öflugasta meðferð Húðfegrunar ásamt Laserlyftingu sem miðar að því að vinna til baka öldrun húðar með náttúrulegum hætti. Það sem meðferðin hefur fram yfir Laserlyftingu er að hún vinnur einnig á ysta yfirborði húðar.

Með aldrinum hægir á framleiðslu kollagens og elastín sem eru uppbyggingarprótein húðar og í kjölfarið fer húðin hægt og rólega að slappast, missa lyftingu, fyllingu og hrukkur og fínar línur fara að myndast. Með Erbrium YAG Laser meðferðinni er lasergeislinn að örva framleiðslu þessara uppbyggingarpróteina djúpt í undirlagi húðar en á ysta yfirborði hennar er notuð svokölluð pixel tækni ER:YAG 2940 sem stuðlar að húðendurnýjun. Þessi byltingarkennda tækni skiptir lasergeislanum upp í marga minni geisla sem skella á húðina í punktaformi en það er svo heilbrigða húðin í kringum laserpunktana sem gerir það að verkum að húðin er fljótari að jafna sig eftir meðferðina en aðrar sambærilegar á markaðnum, auk þess að skila sér í hraðari kollagenmyndun.

Meðferðin hentar öllum aldurshópum og flestum húðgerðum (I-V).

Vinnur til baka slappa húð og veitir öfluga húðendurnýjun

Þar sem meðferðin er bæði að vinna á ysta- og undirlagi húðar skilar hún mjög góðum alhliða árangri og hentar vel þeim sem vilja endurnýja húðina og auka heilbrigði hennar. Með því að örva og viðhalda framleiðslu kollagens og elastín má bæði fyrirbyggja og vinna til baka slappa húð, hrukkur og fínar línur og er einnig sérlega áhrifarík meðferð fyrir þá sem vilja skarta fallegri húð án farða. Meðferðin hentar þeim sem eru með miklar ójöfnur á húð eins og litabreytingar eftir sól eða bólur, ör eftir bólur eða grófar svitaholur.

- Mildar bóluör og húðslit
- Dregur úr ásýnd grófra svitahola
- Vinnur á hrukkum og fínum línum
- Vinnur á litabreytingum (Melasma, sólarskemmdum, öldrunarblettum og ör eftir bólur)
- Jafnar húðtón
- Gefur húðinni unglegra og bjartara yfirbragð
- Gefur andlitinu lyftingu með náttúrulegum hætti
- Þéttir og stinnir húð
- Skerpir á andlitsdráttum

Almennar upplýsingar

Árangur: Flestir sjá árangur á áferð húðar, húðtón og litabreytingum um leið og húðin hefur jafnað sig eftir meðferð. Myndun nýs kollagens heldur áfram í 4-6 mánuði eftir hverja meðferð og er húðin því að þéttast og styrkjast og hrukkur og fínar línur að dofna hægt og rólega í allt að hálft ár.

Fjöldi meðferða:
Mælt er með að taka 2-4 skipti til þess að ná hámarksárangri en munur sést strax eftir stakt skipti. Framkvæma má meðferð með 4 vikna millibili og árangur af meðferðinni má merkja í u.þ.b. 3 ár, jafnvel lengur hjá þeim sem ástunda heilbrigðan lífstíl en mælt er með því að koma árlega í meðferðin til þess að viðhalda árangri.

Eftir meðferð: Roði og bólga myndast á húð eftir meðferð sem geta varað frá 2-3 dögum og upp í 14 daga (fer eftir styrkleika meðferðar og húðgerð). Í sumum tilfellum geta myndast sár og hrúður á húð. Mikilvægt er að leyfa hrúðri að gróa að fullu til að ná hámarksárangri meðferðar og er mikilvægt að gefa húðinni góðan raka með að bera græðandi rakakrem á húð a.m.k tvisvar á dag fyrstu vikuna eftir meðferð. Mikilvægt er að nota sterka sólarvörn (að lágmarki SPF 30) og forðast sól eins og hægt er í a.m.k. viku eftir meðferð sem og sleppa líkamsrækt og sundi í 1-7 daga eftir meðferð.

Við mælum með Phyto Corrective Gel eða Phyto Corrective Mask frá SkinCeuticals.

Algengar spurningar

Sér á manni eftir meðferð?

Já, eftir meðferð myndast roði og bólga sem geta varað frá 2-3 dögum og upp í viku en fer það eftir styrkleika meðferðar og húðgerð. Hrúður og rauðir punktar myndast á húð eftir meðferð og geta verið til staðar í 5-14 daga eftir meðferð. Til að koma í veg fyrir öramyndun er afar mikilvægt að leyfa húðinni að gróa náttúrulega og passa vel upp á að hrúður rifni ekki af.

Hvað er maður lengi að jafna sig eftir Embrium YAG Laser?

Það getur tekið 5-14 daga fyrir hrúður og rauða punkta sem myndast á húð eftir meðferð að hverfa algjörlega.

Hvað gerir Embrium YAG Laser fyrir mann?

Meðferðin mjög alhliða meðferð sem vinnur vel bæði á ysta lagi og í undirlagi húðar og sérlega góður kostur fyrir þá sem vilja geta skartað fallegri húð án farða. Hún jafnar húðtón og áferð húðar og vinnur vel á bólu örum, auk þess að draga úr litabreytingum og ásýnd grófra svitahola. Hún eykur þéttleika, teygjanleika og rakastig húðar og mildar hrukkur og fínar línur.  

Þarf að bera á sig deyfikrem fyrir Embrium YAG Laser meðferð?

Nei, almennt er deyfikrem ekki borið á húð fyrir meðferð.

Er meðferðin sársaukafullmeðferð?

Nei, meðferðin er ekki mjög sársaukafull á meðan á henni stendur en fyrst eftir meðferð er þó sviði til staðar í húðinni.

Hvað er maður lengi að jafna sig eftir Embrium YAG Laser?

Það getur tekið 5-14 daga fyrir hrúður og rauða punkta sem myndast á húð eftir meðferð að hverfa algjörlega.

Hvað gerir Embrium YAG Laserg fyrir mann?

Meðferðin mjög alhliða meðferð sem vinnur vel bæði á ysta lagi og í undirlagi húðar og sérlega góður kostur fyrir þá sem vilja geta skartað fallegri húð án farða. Hún jafnar húðtón og áferð húðar og vinnur vel á bólu örum, auk þess að draga úr litabreytingum og ásýnd grófra svitahola. Hún eykur þéttleika, teygjanleika og rakastig húðar og mildar hrukkur og fínar línur.  

Þarf að bera á sig deyfikrem fyrir Embrium YAG Laser meðferð?

Nei, almennt er deyfikrem ekki borið á húð fyrir meðferð.

Hvenær má farða sig eftir meðferð?

Við mælum hvorki með því að bleyta né farða húðina í tvo sólarhringa eftir meðferð. Eftir það má byrja að farða sig en mikilvægt er að fara varlega þegar farði er þrifinn af þar sem hrúður má ekki rifna af húð. Hætta er á öramyndun ef hrúður rifnar af. Við mælum með að nota mildan og græðandi farða sérstakleg ætlaðan til notkunar eftir húðmeðferðir. Neauvia Organic farðinn okkar hjá Húðfegrun er t.d. góður kostur. Huga þarf vel að hreinlæti á meðan húðin er að jafna sig og því mikilvægt að nota hreina förðunarbursta og önnur förðunaráhöld.  

Hversu mörg skipti þarf í Embrium YAG Laser meðferð og með hve löngu millibili?

Algengt er að það þurfi 2-4 meðferðir til að ná hámarksárangri en fjöldi meðferða fer eftir ástandi húðar.  Að lágmarki 4 vikur þurfa að líða á milli meðferða.

Hverju er gott að huga að eftir meðferð?

Gott er að halda góðum raka að húðinni eftir að hrúður er komið fram og bera græðandi og rakagefandi krem á meðferðarsvæði tvisvar á dag í eina viku. Forðast skal sól eins og hægt er á meðan húð er að jafna sig og nota sterka sólarvörn, að lágmarki SPF 30, ef njóta á útivistar. Sleppa skal sundi og líkamsrækt fyrstu dagana eftir meðferð.

Sé ég mun eftir stakt skipti í Embrium YAG Laser?

Já, flestir viðskiptavinir sjá áþreifanlegan mun eftir einungis eina meðferð, sérstaklega á áferð húðar og húðtón. Algengt er þó að það þurfi 2-4 meðferðir, eftir ástandi húðar, til að ná hámarksárangri. Hrukkur og fínar línur dofna meira og meira með hverri meðferð og húðin þéttist.

Hvað er árangur lengi að koma fram eftir Embrium YAG Laser meðferð?

Flestir viðskiptavinir sjá árangur á áferð húðar, húðtón og litabreytingum um leið og húðin hefur jafnað sig eftir meðferð. Myndun nýs kollagens heldur áfram í 4-6 mánuði eftir hverja meðferð og er húðin því að þéttast og styrkjast og hrukkur og fínar línur að dofna hægt og rólega í allt að hálft ár.

Árangur

Laser Peeling húðfegrun
Þú getur keypt þína meðferð í vefverslun okkar.
Kaupa meðferð

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Hringdu í okkur í síma 5331320

Bóka tíma